Feðraveldi/frjálslyndi – Raunveruleg átakalína stjórnmálanna 13. desember 2011 06:00 Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig eru hagsmunir almennings best tryggðir? Er það með gagnsæju og skilvirku regluverki og eftirliti án mismununar eða er mikilvægast að tryggja að eignarhald og völd liggi hjá „réttum“ aðilum? Þessi virka átakalína í íslenskum stjórnmálum litar afstöðu til mála allt frá erlendum fjárfestingum og auðlindastefnu til aðildar að ESB og skýrir hvers vegna hefðbundnir pólitískir andstæðingar ná saman um afstöðu til helstu álitamála samtímans. Þarna takast á frjálslyndari sjónarmið um réttarríkið sem stendur vörð um réttindi og hagsmuni hvers einstaklings og einhvers konar feðraveldishugsun um samfélagið sem fjölskyldu þar sem velviljaðir patríarkar tryggja hagsmuni heildarinnar. Fortíðarþráin er sterkur þráður hjá talsmönnum feðraveldisins. Gullöld þeirra var þegar völd á sviði viðskipta, stjórnmála og stjórnsýslu fóru saman í höndum aðila sem greiddu sína tíund til sömu stjórnmálaflokkanna, héldu við hóflegri samkeppni og handvöldu þá sem fengu að njóta úthlutana á takmörkuðum sameiginlegum gæðum. Á yfirborðinu ríkti sæmilegur friður enda kapítalistarnir að sögn bæði þjóðhollir og velviljaðir. Þessi viðhorf birtast mjög skýrt í þeirri furðusögu sem reynt er að halda á lofti sem meginskýringu á bankahruninu hér á landi. Bönkunum var vissulega komið í hendur útvalinna eins og feðraveldisfyrirkomulagið gerir ráð fyrir og það skapaði hagsæld framan af enda hinum útvöldu sleppt lausum eins og kúm að vori. En svo ku vondir menn hafa komist yfir hluta bankanna með skelfilegum afleiðingum. Með þessu ævintýri er horft framhjá þeirri staðreynd að regluverkið sem tryggja átti hagsmuni almennings óháð eignarhaldi bankanna brást. Sú stefna að byggja risavaxið alþjóðlegt bankakerfi á fljótandi örmynt bar feigðina með sér. Andspænis alþjóðavæddum viðskiptum og fjármálamarkaði er hugmyndafræði feðraveldisins um „rétt eignarhald“ haldlaus vörn fyrir hagsmuni almennings. Og eðlilega fóru „viðvaranir“ yfirmanns Seðlabankans sem bar formlega ábyrgð á fjármálastöðugleika fyrir ofan garð og neðan þar sem þær snerust um einstaklinga og hegðun þeirra í stað þess að innihalda faglegar og efnislegar tillögur og ábendingar um viðbrögð stofnana og eftirlitskerfisins. Umræða um fjárfestingu einkaaðila í atvinnulífi og jarðnæði þar sem þjóðerni fjárfestisins er í forgrunni fremur en þeir almannahagsmunir sem í húfi gætu verið og hvernig þeir eru tryggðir er af sama meiði. Geti landeigandi brotið gegn hagsmunum eða réttindum almennings í krafti einkaeignar sinnar er það sjálfstætt úrlausnarefni óháð þjóðerni eigandans. Í stað þess að greina hvaða áhrif þjóðerni fjárfestis hefur á skilgreinda almannahagsmuni yfirskyggja rökin um að viðkomandi eigi að vera „einn af okkur“ á stundum röklega umræðu. Þegar á reynir gætu þjóðernis- eða fjölskyldutengsl reynst hagsmunum almennings haldlítil vörn séu almenn lög og reglur ekki til staðar. Hér ætti sagan af bankahruninu að hafa kennt okkur eitthvað. Áherslan á „rétta fólkið“ frekar en hinar almennu og gagnsæju leikreglur tekur á sig alvarlegastar myndir hjá þeim sem telja sig hafa rambað á sannleikann og réttlætið eða þykjast eiga sjálfsagt og eðlilegt tilkall til valda í samfélaginu. Er hagsmunum náttúrunnar betur borgið með því að „réttsýnn“ umhverfisráðherra hafi geðþóttavald til að stöðva eða leyfa tilteknar framkvæmdir eða með faglegu vinnuferli á borð við rammaáætlun um vernd og nýtingu þar sem Alþingi setur að lokum ramma? Er eðlilegt að vera með löggjöf með altækum bönnum en um leið víðtækt vald ráðherra til að veita algerar undanþágur sem beita má í nafni hins réttláta heimilisföður. Átökin um aðild að Evrópusambandinu skiptast í grófum dráttum eftir sömu línum. Þeir sem vilja tryggja opið samfélag, samkeppni og hagsmuni almennings með almennum gagnsæjum leikreglum sem gilda jafnt fyrir alla sjá ESB ekki sem ógn. Fulltrúar feðraveldishugsunar vilja dyrnar að sínu heimili luktar og ríkja að baki þeim óáreittir.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun