Konur láti í sér heyra fyrir frelsi 13. desember 2011 00:00 verðlaunahafarnir þrír Konurnar þrjár sem tóku við verðlaunum sínum í Ósló á laugardag. fréttablaðið/ap Ellen Johnson Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman fengu friðarverðlaun Nóbels afhent í Ósló á laugardag. Konurnar þrjár hafa barist gegn misrétti, einræðisherrum og kynferðislegu ofbeldi í Líberíu og Jemen. Í ræðum sínum hvöttu þær kúgaðar konur heimsins til þess að rísa upp gegn yfirráðum karla. „Systur, dætur, vinkonur – finnið raddir ykkar. Finnið röddina, látið í ykkur heyra, látið rödd ykkar vera rödd frelsis,“ sagði Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu. Hún er fyrsti kvenforseti landsins sem kosinn er lýðræðislegri kosningu. Hún sagðist taka við viðurkenningunni fyrir hönd allra kvenna sem barist hefðu fyrir friði. Leymah Gbowee, friðarfrömuður frá Líberíu, barðist einnig fyrir friði í borgarastyrjöld í landinu. Hún hefur barist fyrir réttindum kvenna og gegn nauðgunum. Hún sagði friðarverðlaunin viðurkenningu á baráttu fyrir kvenréttindum alls staðar þar sem konur eru kúgaðar. „Það má ekki hvílast fyrr en heimurinn verður heill og stöðugur, þar sem allir karlar og konur eru jafningjar og frjáls.“ Tawakkul Karman er meðal ötulustu mótmælenda í Jemen. Hún er bæði fyrsta íslamska konan til að taka við friðarverðlaununum og yngsti verðlaunahafinn. Hún sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd ungs fólks sem berðist fyrir friði.- þeb Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Ellen Johnson Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman fengu friðarverðlaun Nóbels afhent í Ósló á laugardag. Konurnar þrjár hafa barist gegn misrétti, einræðisherrum og kynferðislegu ofbeldi í Líberíu og Jemen. Í ræðum sínum hvöttu þær kúgaðar konur heimsins til þess að rísa upp gegn yfirráðum karla. „Systur, dætur, vinkonur – finnið raddir ykkar. Finnið röddina, látið í ykkur heyra, látið rödd ykkar vera rödd frelsis,“ sagði Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu. Hún er fyrsti kvenforseti landsins sem kosinn er lýðræðislegri kosningu. Hún sagðist taka við viðurkenningunni fyrir hönd allra kvenna sem barist hefðu fyrir friði. Leymah Gbowee, friðarfrömuður frá Líberíu, barðist einnig fyrir friði í borgarastyrjöld í landinu. Hún hefur barist fyrir réttindum kvenna og gegn nauðgunum. Hún sagði friðarverðlaunin viðurkenningu á baráttu fyrir kvenréttindum alls staðar þar sem konur eru kúgaðar. „Það má ekki hvílast fyrr en heimurinn verður heill og stöðugur, þar sem allir karlar og konur eru jafningjar og frjáls.“ Tawakkul Karman er meðal ötulustu mótmælenda í Jemen. Hún er bæði fyrsta íslamska konan til að taka við friðarverðlaununum og yngsti verðlaunahafinn. Hún sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd ungs fólks sem berðist fyrir friði.- þeb
Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira