Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna 5. desember 2011 10:00 Ekki er úr ausinni... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofaní Game of Thrones-tökuliðið inní sendiferðarbíl uppá Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund máltíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira