Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 07:00 Peter Öqvist tók við íslenska landsliðinu í sumar. Mynd/Hag Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía. „Við vorum ekki heppnir og þetta er erfiður riðill enda er þetta erfið keppni því það eru mörg sterkt landslið í Evrópu,“ sagði Peter Öqvist, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið var síðast upp úr pottinum. „Ég fylgdist með drættinum í beinni. Það voru nokkrir riðlar sem hefðu verið auðveldari fyrir okkur en svona er þetta bara. Við fengum þennan riðil og það er engin ástæða til að vorkenna okkur sjálfum. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að því að spila eins vel og við getum í þessum leikjum,“ sagði Peter. „Það er allt mögulegt. Við erum að fara að mæta sterkum þjóðum eins og Serbíu, Ísrael og Svartfjallalandi en þau þurfa líka öll að hoppa upp í flugvél til Reykjavíkur. Ef við getum náð einum eða tveimur óvæntum sigrum á heimavelli getum við kannski látið okkur dreyma um eitthvað,“ sagði Peter Öqvist. Ljóst er að löng og kostnaðarsöm ferðalög bíða íslenska landsliðsins næsta haust, en allir tíu leikirnir fara fram á innan við mánuði. „Þetta eru löng ferðalög en Hannes (Jónsson formaður) og Friðrik Ingi (Rúnarsson framkvæmdastjóri) gerðu örugglega allt sitt í að fá eins hagstæða leikjaniðurröðun og hægt er. Ferðlögin munu samt hafa áhrif í þessari undankeppni,“ sagði Peter, sem segir það of snemmt að stefna á eitthvað sæti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira