Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ 2. desember 2011 06:00 Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deiliskipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður friðsældar og íhugunar til minningar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúrustíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleiðir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfurtún, Hofstaðamýri“ sem samþykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustusvæðis austan íbúðarbyggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkjudeildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfurtún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildarinnar víkjandi og nýtingarhlutfall lóðar Skátaheimilisins og leikskólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „rólóhúsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garðabær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðarveginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnarfjarðarvegi búi íbúar við heilsuspillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnarness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnarnesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverfisins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þessum útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúagötunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðarveginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatnamótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættuleg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnesinu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulagsyfirvöld telja sig búin að taka tillit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi til umsagnar og samþykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deiliskipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið margskipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun