„Æ, hann er bara skotinn í þér“ 1. desember 2011 06:00 Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Sjá meira
Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun