Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2011 07:00 Tairu fer heim til Bandaríkjanna í dag og spilar ekki aftur fyrir KR. Fréttablaðið/Stefán „Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
„Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður. „Okkur vantaði ekki mann í þá stöðu sem Tairu spilar. Við erum að leita að stærri leikmanni en Tairu. Okkur vantar tveggja metra mann með gott skot sem getur einnig hjálpað til inni í teig. Við höfum verið í vandræðum inni í teig og því sækjum við hjálp þangað,“ segir Böðvar en hvað með hinn Bandaríkjamanninn, Ed Horton, sem hefur einnig átt erfitt uppdráttar? „Eigum við ekki að segja að hans mál séu til skoðunar á hverjum degi. Það er ekkert öruggt í þessum bransa.“ KR-ingar eru sem fyrr afar metnaðarfullir og þeir ætla ekki að sætta sig við að vera áhorfendur að titilslagnum í ár. „Við ætlum að vera með, það er alveg klárt. Við höfum orðið sárir yfir sumum leikjum í vetur og menn voru ansi litlir í sér í nokkra daga eftir flenginguna frá Grindavík um daginn. Við erum ekki vanir því í Vesturbænum að vera litlir í okkur og þetta var ekki skemmtilegt.“ Böðvar gerir ráð fyrir því að breytingar verði á flestum liðum eftir áramót. „Ég vænti þess að öll þau lið sem eru í toppbaráttunni bæti við sig þriðja útlendingnum eftir áramót eins og alltaf. Við munum því einnig skoða það og jafnvel að bæta þeim fjórða við ef við erum í stuði,“ segir Böðvar, en hann vill fá meira frá íslensku strákunum sínum. „Það er sorglegt að skoða stigaskor eftir leiki þar sem útlendingar ráða ríkjum. Íslenskir leikmenn þurfa að taka aukna ábyrgð á sig og sérstaklega þeir sem eru að fá borgað fyrir að spila. Þeir geta ekki endalaust falið sig á bak við útlendingana. Körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa að skila sínu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira