Bláfjöll eru á jaðarvatnsverndarsvæði 30. nóvember 2011 06:00 Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við pistli í Fréttablaðinu Föstudaginn 18.11 eftir Margréti Júlíu, formann umhverfis- og samgöngunefndar, og Guðnýju Dóru, formann skipulagsnefndar Kópavogs. Þið eruð að biðja skíðafólk að sýna biðlund. Það höfum við svo sannarlega gert, en frá árinu 2000 hafa opnunardagar verið fáir og höfum við lítið getað æft eða stundað skíðin síðastliðin 10 ár eins og önnur svæði hér á landi sem eru að bjóða upp á snjóframleiðslu eins og t.d. Tindastóll, Akureyri, Dalvík. Við hreinlega getum ekki beðið degi lengur, því miður. Skýrslur hafa sýnt að snjóframleiðsla mengar ekki neitt og því ætti það ekki að vera afsökunin eða fyrirstaðan lengur. En fyrst mengun er ein af aðalumræðunum þá mengar mikið að keyra norður helgi eftir helgi og fljúga til útlanda til að geta æft skíði, er ekki rétt að þið horfið á heildarmyndina. Það eru snjóframleiðslukerfi úti um allan heim og búin að vera undanfarin 30 ár og meira, endilega reynið að hafa upp á upplýsingum einhversstaðar um að þetta hafi mengað umhverfið, því ekki hef ég fundið það. Við skíðafólk höfum ekki tíma og getum ekki beðið eftir heildarmati á Bláfjallasvæðinu út af Þríhnjúkagígum, þeir tengjast skíðaíþróttinni ekki neitt. Það er verið að biðja um nokkra blásara hér og þar sem blása vatni upp í loftið og þá frís vatnið og breytist í snjó, hvernig getið þið verið svona á móti því ? Einnig vitnið þið í að það sé kominn tími á endurnýjun í Bláfjöllum, ég hef ekki orðið var við neitt nema eitthvað sem heitir eðlilegt viðhald, en öllu er mjög vel við haldið í Bláfjöllum og allt í mjög fínu standi. Ég er þjálfari hjá Breiðablik og er foreldri tveggja afreksbarna í skíðaíþróttinni og ég er að gefast upp á því að bíða eftir því að eitthvað gerist. Er það raunin að það þurfi að minna ykkur á að það er barnaheill að stunda íþróttir. Við þurfum okkar aðstöðu til að æfa okkar íþrótt sem er skíði og það núna í vetur. Hvað þarf að breytast til að fólk skilji það? Þetta kostar Kópavogsbæ um það bil 40 milljónir í fyrsta áfanga, þetta mun koma margfalt til baka. Fyrst vildi Kópavogsbær bíða eftir skýrslunni um mengunaráhrif frá Mannviti, skýrslan kom og hún sannaði að það er engin mengun eða áhætta sem hlýst af snjóframleiðslu eða umferð til Bláfjalla, en þá er fundið upp á einhverju nýju, t.d. heildarmati með Þríhnjúkagígum, eða með öðrum orðum enn er reynt að tefja málið frekar. Það er því miður verið að drepa skíðaíþróttina með þessari háttsemi hér fyrir sunnan, sem er einungis út af pólitískum toga og hefur það einnig áhrif á allt landið því hér sunnanlands er fjöldinn og ef hann hefur ekki aðgang að brekkum þá leggst skíðaíþróttin á Íslandi niður. Ástæður eru margar og ein af þeim er að fólk ætlar ekki að eiga útbúnað upp á mörg hundruð þúsund krónur til að keyra eina ferð á ári til Akureyrar. Nú skora ég á alla sem málið varðar að ganga hratt til verks og klára þessi mál.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun