Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun