Fullnæging skapar nánd Sigga Dögg skrifar 29. nóvember 2011 20:00 Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Er þetta kynbrenglun í líkingu við það að vilja láta niðurlægja sig eða eitthvað allt annað? Hafa kynfræðingar eitthvað rannsakað hegðun sem þessa?Svar: Hér er um að ræða tvö mjög ólík mál; dýraníð og svo kynferðisbrot gegn barni. Það er því ekki hægt að tala um þetta sem einsleitan hóp af gerendum. Ég get ekki gert þessu ítarleg skil hér en kynfræðingar hafa einbeitt sér frekar að rannsóknum á seinna brotinu. Það má útskýra m.a. með því að réttindi dýra eru mismikil eftir löndum og því áherslan á rannsóknir á dýraníði því oft ekki talin þörf. Dýraníð hefur þó ögn verið kannað og er hvatinn við dýraníð annar en hjá barnaníðingum. Þá skiptast dýraníðingar í tvo hópa, þá sem segjast hneigjast til dýra og eiga í sambandi við þau, og þá sem telja sig einungis stunda kynlíf með dýrum. Að mér vitandi hafa fræðin ekki tengt þessi mál við niðurlægingu enda er það annar angi af kynlífi sem byggir ekki á lögbroti heldur samþykki þess sem „niðurlægir“ og þess sem er niðurlægður og er þetta ekki talin sem kynbrenglun. Þetta eru því töluvert flóknari mál en ég vona ég hafi svarað þér að einhverju leyti.Oprah leysir málin Ég var að horfa á Oprah Winfrey og þar voru hjón á barmi skilnaðar en ráðgjafi þáttarins fékk þau til að prófa að stunda kynlíf einu sinni á dag í heila viku og tala svo við sig aftur. Þau gerðu það og viti menn, þau hættu við að skilja og voru hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Því spyr ég, er til einhver mælikvarði fyrir það hversu oft pör/hjón eiga að sofa saman í viku, hvað sé ráðlegt eða telst „eðlilegt“?Svar: Hin sígilda spurning um meðaltal. Það er ekki til nein ein töfratala þar sem skilgreining á kynlífi er einstaklingsbundin og ekki bara bundin við samfarir. Svo er kynlöngun einstaklinga breytileg. Hvert og eitt par verður því að finna sína tölu sem báðir eru sáttir við. Þetta er ekki bara spurning um að láta fólk stunda kynlíf daglega og að þar með leysist þeirra vandamál, frekar hvað gerist milli pars þegar það stundar kynlíf reglulega. Þetta er spurning um að fá oftar fullnægingu, saman og í sitthvoru lagi, og það skapar aukna nánd. Þegar báðir aðilar eru fullnægðir þá eru þeir hamingjusamari og sambandið gengur betur. Rifrildi verða færri og skilningur meiri. Þetta gæti verið ágætis æfing fyrir pör sem eru pirruð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Er þetta kynbrenglun í líkingu við það að vilja láta niðurlægja sig eða eitthvað allt annað? Hafa kynfræðingar eitthvað rannsakað hegðun sem þessa?Svar: Hér er um að ræða tvö mjög ólík mál; dýraníð og svo kynferðisbrot gegn barni. Það er því ekki hægt að tala um þetta sem einsleitan hóp af gerendum. Ég get ekki gert þessu ítarleg skil hér en kynfræðingar hafa einbeitt sér frekar að rannsóknum á seinna brotinu. Það má útskýra m.a. með því að réttindi dýra eru mismikil eftir löndum og því áherslan á rannsóknir á dýraníði því oft ekki talin þörf. Dýraníð hefur þó ögn verið kannað og er hvatinn við dýraníð annar en hjá barnaníðingum. Þá skiptast dýraníðingar í tvo hópa, þá sem segjast hneigjast til dýra og eiga í sambandi við þau, og þá sem telja sig einungis stunda kynlíf með dýrum. Að mér vitandi hafa fræðin ekki tengt þessi mál við niðurlægingu enda er það annar angi af kynlífi sem byggir ekki á lögbroti heldur samþykki þess sem „niðurlægir“ og þess sem er niðurlægður og er þetta ekki talin sem kynbrenglun. Þetta eru því töluvert flóknari mál en ég vona ég hafi svarað þér að einhverju leyti.Oprah leysir málin Ég var að horfa á Oprah Winfrey og þar voru hjón á barmi skilnaðar en ráðgjafi þáttarins fékk þau til að prófa að stunda kynlíf einu sinni á dag í heila viku og tala svo við sig aftur. Þau gerðu það og viti menn, þau hættu við að skilja og voru hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Því spyr ég, er til einhver mælikvarði fyrir það hversu oft pör/hjón eiga að sofa saman í viku, hvað sé ráðlegt eða telst „eðlilegt“?Svar: Hin sígilda spurning um meðaltal. Það er ekki til nein ein töfratala þar sem skilgreining á kynlífi er einstaklingsbundin og ekki bara bundin við samfarir. Svo er kynlöngun einstaklinga breytileg. Hvert og eitt par verður því að finna sína tölu sem báðir eru sáttir við. Þetta er ekki bara spurning um að láta fólk stunda kynlíf daglega og að þar með leysist þeirra vandamál, frekar hvað gerist milli pars þegar það stundar kynlíf reglulega. Þetta er spurning um að fá oftar fullnægingu, saman og í sitthvoru lagi, og það skapar aukna nánd. Þegar báðir aðilar eru fullnægðir þá eru þeir hamingjusamari og sambandið gengur betur. Rifrildi verða færri og skilningur meiri. Þetta gæti verið ágætis æfing fyrir pör sem eru pirruð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun