Sætmeti til sölu 18. nóvember 2011 06:00 Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd. Mig langar hins vegar að benda á að ef sú er raunin að ofþyngd og offita stefni hraðbyri í þá átt að vera stærsta heilsufarsvandamál Íslendinga væri eðlilegt að staldra við og velta fyrir sér hvað hægt sé að gera til að stemma stigu við vandanum. Rannsóknir sýna að sykur er fíkniefni á sama hátt og áfengi og tóbak og að þeir sem ánetjast því eiga erfitt með að standast það þegar það býðst. Mannfólk er enda forritað til að sækja í sykur og aðrar hitaeiningaríkar afurðir. Aðgerðir gegn ofneyslu á áfengi og tóbaki hafa meðal annars falið í sér stífar reglur um aðgengi; áfengi má til dæmis ekki kaupa nema á veitingastöðum eða í sérverslunum, tóbak er hvergi sýnilegt í verslunum og innkaup eru háð aldurstakmarki. Alfarið er bannað að auglýsa þessar vörur. Þegar kveikt er á sjónvarpi, einkum þegar fjölskylduefni er á dagskrá, má hins vegar sjá bráðið súkkulaði leka tælandi um allan skjá og þegar gengið er inn í matvöruverslanir fer ekkert á milli mála hvað helst á að selja; sælgæti og gosdrykkjum er stillt upp þannig að ekki fer framhjá neinum. Þá er regla frekar en undantekning að sælgæti sé til sölu við kassann svo góður tími gefist til að láta freistast á meðan beðið er í röð eftir því að borga. Flestir sem þurfa að fara í matarinnkaup með börn meðferðis þekkja umræðurnar sem sprottið geta þar. Það er ljóst að ofþyngd stafar helst af ofneyslu hitaeiningaríkrar fæðu og hreyfingarleysi. Læknar hafa nú fengið umboð til að ávísa á hreyfingu ef þeir telja þörf á og er það vel. En vandinn í sambandi við neysluna situr eftir hjá neytandanum. Og hann heldur áfram að borða nammi og drekka kók á meðan aðgengi að því er eins auðvelt og raun ber vitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd. Mig langar hins vegar að benda á að ef sú er raunin að ofþyngd og offita stefni hraðbyri í þá átt að vera stærsta heilsufarsvandamál Íslendinga væri eðlilegt að staldra við og velta fyrir sér hvað hægt sé að gera til að stemma stigu við vandanum. Rannsóknir sýna að sykur er fíkniefni á sama hátt og áfengi og tóbak og að þeir sem ánetjast því eiga erfitt með að standast það þegar það býðst. Mannfólk er enda forritað til að sækja í sykur og aðrar hitaeiningaríkar afurðir. Aðgerðir gegn ofneyslu á áfengi og tóbaki hafa meðal annars falið í sér stífar reglur um aðgengi; áfengi má til dæmis ekki kaupa nema á veitingastöðum eða í sérverslunum, tóbak er hvergi sýnilegt í verslunum og innkaup eru háð aldurstakmarki. Alfarið er bannað að auglýsa þessar vörur. Þegar kveikt er á sjónvarpi, einkum þegar fjölskylduefni er á dagskrá, má hins vegar sjá bráðið súkkulaði leka tælandi um allan skjá og þegar gengið er inn í matvöruverslanir fer ekkert á milli mála hvað helst á að selja; sælgæti og gosdrykkjum er stillt upp þannig að ekki fer framhjá neinum. Þá er regla frekar en undantekning að sælgæti sé til sölu við kassann svo góður tími gefist til að láta freistast á meðan beðið er í röð eftir því að borga. Flestir sem þurfa að fara í matarinnkaup með börn meðferðis þekkja umræðurnar sem sprottið geta þar. Það er ljóst að ofþyngd stafar helst af ofneyslu hitaeiningaríkrar fæðu og hreyfingarleysi. Læknar hafa nú fengið umboð til að ávísa á hreyfingu ef þeir telja þörf á og er það vel. En vandinn í sambandi við neysluna situr eftir hjá neytandanum. Og hann heldur áfram að borða nammi og drekka kók á meðan aðgengi að því er eins auðvelt og raun ber vitni.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun