Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 07:00 Hrefna Hákonardóttir varð líka Norðurlandameistari árið 2007. Mynd/Anton Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna. Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna.
Innlendar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira