Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun 11. nóvember 2011 07:30 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira