Spilist hátt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. nóvember 2011 19:00 Thirteen með Megadeth. Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira