Björgvin Páll: Feginn að losna við aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2011 08:00 Björgvin Páll Gústavsson er á sínu fyrsta tímabili með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Bongarts Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma. Íslenski handboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn. Aðgerðin sem óttast var að biði íslenska landsliðsmarkvarðarins er komin út af borðinu eftir að myndataka sýndi fram á að aðalsinin í öxlinni væri heil. „Þetta lítur allt miklu betur út en á horfist og myndirnar komu vel út. Sprautan sem ég fékk í öxlina frá Brynjólfi lækni virkaði vel og hvíldin skilaði sér. Ég tók viku pásu eftir sprautuna og losnaði við allar bólgur í öxlinni. Myndatakan leiddi það í ljós að aðalsinin í öxlinni væri heil sem var aðalatriðið. Svo er bara fyrir mig að vinna með öxlina en það er smá vesen með ein liðamótin. Það er samt ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af til frambúðar," segir Björgvin. Hann reyndi alltaf að vera bjartsýnn enda langt frá því að vera spenntur fyrir að fara í aðgerð á þessum tímapunkti þegar allt er á fullri ferð bæði með Magdeburg og íslenska landsliðinu. Aldrei góður tími fyrir aðgerð„Þegar maður heyrir að það sé möguleiki á aðgerð þá fer maður strax að reikna það út hvernig maður kemur tveimur mánuðum fyrir. Það er mjög erfitt að finna tveggja mánaða tímabil á þessum tímapunkti. EM er að nálgast, svo er undankeppni Ólympíuleikanna og vonandi Ólympíuleikar í sumar í framhaldi af því. Ég vil heldur ekki missa af neinum leikjum með Magdeburg," segir Björgvin. „Það er aldrei góður tími til að fara í aðgerð og ég er mjög ánægður með að losna við það," segir Björgvin og bætir við: „Ég get bara ekki ímyndað mér hversu slæmt það væri að missa af stórmóti eða einhverjum mikilvægum leikjum með landsliðinu." Hann missti síðast af landsleik í 28-39 tapi á móti Þjóðverjum í mars sem er jafnframt eini keppnislandsleikurinn sem hann hefur misst af síðan hann fór á sitt fyrsta stórmót á Ólympíuleikunum í Peking og sló eftirminnilega í gegn. Læknirinn bjartsýnn„Læknirinn var mjög bjartsýnn á framhaldið og sagði myndirnar gefa það til kynna að ég myndi sleppa við aðgerð. Ég þarf bara að vinna vel með öxlina, bæði í endurhæfingunni sem og á æfingum. Meidda öxlin er komin framar heldur en hin öxlin á mér og það þarf að rétta allan skrokkinn við og færa öxlina aftur á bak. Ég þarf í rauninni að koma henni í réttar skorður," bætir hann við. Björgvin vonast til að þetta sé upphafið að jákvæðum fréttum af heilsu landsliðsmannanna. „Maður skoðaði Fréttablaðið um daginn og fékk þá sjokk því þar blasti við manni heil síða um meiðsli landsliðsins. Handboltinn er ekkert auðvelt sport því það eru stórmót á hverju ári og stundum tvö. Það er því lítið um hvíld í þessu. Það er vonandi að menn nái sér upp úr sínum meiðslum og við mætum með okkar sterkasta lið í janúar. Það er alveg nauðsynlegt að það séu allir heilir þá," segir Björgvin en EM í Serbíu hefst eftir aðeins 67 daga. Vonandi brautryðjandinn„Ég held að menn séu búnir að fá nóg af þessum meiðslum sem hafa dunið yfir landsliðið. Þessi vika var hálf kjánaleg varðandi öll þessi meiðsli því það voru alltof margir að falla út," segir Björgvin Páll en það er líka mikil óvissa með það hvort Ólafur Stefánsson geti spilað á EM. Vonandi er ég bara brautryðjandi í að snúa þessu við og koma þróuninni í rétta átt. Það væri þá hægt að búa til nýja síðu í Fréttablaðinu þar sem að allir væru orðnir heilir," sagði Björgvin léttur. Björgvin sagðist enn fremur vera fullur af orku eftir rúmlega viku hvíld og spenntur að fá að detta inn á sína fyrstu æfingu í alltof langan tíma.
Íslenski handboltinn Mest lesið Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira