Gefur frumsmíðinni ekkert eftir Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2011 16:00 Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Mesópótamía. Sykur. Danspoppsveitin Sykur sló í gegn fyrir tveimur árum með fyrstu plötunni sinni Frábært eða frábært. Nú er plata númer tvö komin út. Hún heitir Mesópótamía og eins og fyrri platan er hún full af 80"s-lituðu syntapoppi. Á fyrri plötunni voru meðlimir Sykurs bara þrír, þeir Halldór og Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, en ýmsir gestir sáu um sönginn. Á nýju plötunni hefur hins vegar fjórði meðlimurinn bæst í hópinn, söngkonan Agnes Björt Andradóttir, en auk hljómsveitarmeðlima syngja Árni Vilhjálmsson (úr FM Belfast) og Kormákur Örn Axelsson sitt lagið hvor á Mesópótamíu. Tónlistin á nýju plötunni er svipaðrar gerðar og tónlistin á Frábært eða frábært, en það er meiri kraftur á Mesópótamíu. Platan er reyndar svolítið kaflaskipt. Hún byrjar á danssmellum eins og Messy Hair, Reykjavík, Curling og Sekur sem öll þrælvirka á dansgólfinu eins og sjá mátti á Nasa á Airwaves. Seinni hlutinn er svolítið rólegri. Lögin Shed Those Tears (meðfylgjandi myndband við lagið er gert af aðdáanda Sykur), 7 am og Feit eru öll poppsmellir með sterkum 80"s-áhrifum og lagið Battlestar er með hægu tempói og ólíkt öðrum lögum plötunnar. Gott lag. Á heildina litið er Mesópótamía flott plata sem gefur frumsmíðinni ekkert eftir. Agnes Björt er skemmtileg söngkona sem gerir mikið fyrir sveitina, bæði á plötunni og með líflegri sviðsframkomu á tónleikum. Aðdáendur FM Belfast, Gus Gus og Bloodgroup ættu að kíkja á Sykur. Niðurstaða: Fleiri fín popplög og klúbbasmellir frá Sykri.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið