Orkunýting og búmennska 29. október 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins föstudaginn 28. október segir Steinunn Stefánsdóttir að umgengni Íslendinga við auðlindir hafi fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap, og á þar við umgengni um orkuauðlindir. Vandséð er hvernig aðstoðarritstjórinn kemst að þessari niðurstöðu. Eða þekkir Steinunn einhver dæmi um að gengið hafi verið of nærri íslenskum orkuauðlindum? Ef átt er við að einhverjar virkjanir hafi haft óæskileg áhrif á náttúruna þá verða vissulega ávallt uppi mismunandi sjónarmið í þeim efnum, en við Íslendingar erum þó Evrópumeistarar í verndun landsvæða og mikil áform eru uppi um að ganga enn lengra í þeim efnum. Steinunn fer mikinn og talar meðal annars um rétt þeirra sem ófædd eru, en munu þau ekki einmitt njóta ávaxtanna af því að reistar hafi verið hér virkjanir og jafnvel þegar afskrifaðar, þótt þær skapi þjóðinni áfram verðmæti? Hún kallar það mýtu að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda hérlendis séum við Íslendingar að leggja okkar af mörkum til umhverfismála á alþjóðavísu, þar sem fyrir vikið sé minni þörf á notkun mengandi orkugjafa annars staðar. Ástæðan sé sú að í alheimssamhengi sé framleiðanleg orka á Íslandi ekki svo mikil. Samkvæmt þessari röksemdafærslu getum við þá t.d. látið það eiga sig að sinna þróunaraðstoð, þar sem okkar framlag telur varla mikið slíku í alheimssamhengi. Formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom þó hingað um árið og hvatti Íslendinga til að halda áfram að nýta hér endurnýjanlegar orkuauðlindir, í þágu baráttunnar gegn áhrifum svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Orkan er ekki álLoks skal hér nefnt að í leiðaranum er kvartað undan tilvísunum í störfin við álframleiðsluna sem við taki að loknum virkjanaframkvæmdum. Nú er það vissulega svo að þrjú öflug álfyrirtæki eru langstærstu viðskiptavinir íslenskra orkufyrirtækja. Sú staða segir hins vegar ekkert til um framhaldið og engin ástæða er til að tengja virkjanir framtíðarinnar endilega við framleiðslu á áli. Við Íslendingar búum við þá algeru sérstöðu að hér er svo gott sem öll raforka unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og sama gildir um húshitun. Við hljótum að geta sameinast um að vera stolt af þessari einstöku stöðu. Svo mikið er víst að margur kola- og olíubrennandi nágranninn lítur hingað öfundaraugum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun