Samvinna 29. október 2011 06:00 Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Samvinna er hugsjón um samvinnu einstaklinga og samhjálp. Samvinna er því andstæða skefjulausrar sérhyggju. Áherslan er samtakamáttur einstaklinga þar sem maðurinn situr í öndvegi en fjármagn gert að þjóni þess. Samvinnufélög á íslandi hafa að mestu verið neytendafélög eða í framleiðslugeira. Víða erlendis eru þau starfandi á öðrum sviðum eins og heilbrigðisþjónustu, barnagæslu, öldrunarþjónustu, útfararþjónustu, fjármálaþjónustu og sérfræði- og ráðgjafarþjónustu svo dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum til dæmis hefur samvinnurekstur dafnað vel, enda viðbót sem tryggir frekar samkeppni við stórfyrirtækin sem með fákeppni eða einokunaraðstöðu hafa hreiðrað um sig með græðgina að leiðarljósi. Í Bandaríkjunum eru tugþúsundir samvinnufélaga með yfir 100 milljónir viðskiptavina og nokkur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja landsins. Tugir þúsunda barna njóta þjónustu leikskóla sem þar eru reknir með samvinnuformi. Hugsuðurinn og uppfinningamaðurinn Benjamín Franklín var einn af stofnendum samvinnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Hlut sinn í samvinnufyrirtæki eiga einstaklingarnir fyrir hönd nærsamfélagsins og meginmarkmiðið með starfseminni er ekki hámörkun hagnaðar heldur að bjóða bestu mögulegu þjónustu á sem lægstu verði til hagsbóta fyrir félagsmenn. Tíminn vinnur með félögum sem rekin eru með samvinnu að leiðarljósi, enda fákeppni oft vandamál í örsmáum hagkerfum. Það er því þörf fyrir samvinnustarf sem mótvægi og til að treysta nærsamfélagið. Samvinna er tæki gegn valdþjöppun og fyrir lýðræði stuðlar hún að samfélagslegri samkennd, trausti og samfélagslegri ábyrgð. Með sama hætti og í samvinnuhreyfingu byggir félagsgeirinn eða óarðsækni geirinn ekki á aðild fjárfesta heldur á félagslegri þátttöku. Óarðsækni, non profit, byggir á félagslegum gildum sem skipta miklu máli fyrir almenna velferð og framfarir. Á Íslandi eru skráð í kringum 12.000 samtök og áhugafélög. Veiðifélög eru um 158 í landinu. Hér á landi eru í kringum 68 sjálfseignarstofnanir, rúmlega 80 lífeyrissjóðir. Þá má nefna íþróttafélög, björgunarsveitir, stéttarfélög, líknarfélög, trúfélög, lista-, menningar- og fræðslustofnanir, dvalarheimili, velferðarsamtök, stjórnmálafélög og áhugamannasamtök og hagsmunasamtök. Aðilar vinnumarkaðar og stjórnmálamenn taka jafnan höndum saman og stofna svæðisbundin þróunarfélög og gera þróunaráætlanir byggðar á slíkri samvinnu. Samvinnufélögin, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir og fleiri rekstrarform bera svipuð einkenni. Treystum samvinnu á sem flestum sviðum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar