Smokkurinn lengi lifi! 29. október 2011 06:00 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar