Hvað er líknarmeðferð? 29. október 2011 06:00 Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Svandís Íris Hálfdánardóttir sérfræðingur í líknarhjúkrun, Landspítala Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómi verða miklar breytingar á daglegu lífi, sem í raun fer úr skorðum. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu og umhyggju af fagfólki í heilbrigðisþjónustunni og að það finni að brugðist sé við af fagmennsku og öryggi með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi. Sjúkdómsmeðferð getur verið flókin og reynir á þann einstakling sem veikur er, sem og fjölskyldu hans. Í sumum tilfellum er lækningu ekki viðkomið en möguleiki er á að halda sjúkdóminum í skefjum um lengri eða skemmri tíma með umfangsmikilli og sérhæfðri meðferð. Líknarmeðferð er veitt þar sem um er að ræða langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma svo sem krabbamein, ýmsa taugasjúkdóma og hjarta- og lungnasjúkdóma. Líknarmeðferð er yfirleitt í fyrstu veitt samhliða annarri meðferð en eftir því sem sjúkdómsástand versnar eykst vægi líknarmeðferðar. Slík meðferð er því ekki eingöngu veitt við lok lífs þó vægi líknarmeðferðar sé þá mest. Mikil áhersla er á að efla lífsgæði sjúklinga og styðja einstaklinginn og fjölskyldu hans í sjúkdómsferlinu og sorginni. Líknarmeðferð er skilgreind sem þjónusta við lífið og byggir hún á hugmyndafræði sem má rekja til Cicely Saunders (1918-2005), en hún stofnaði fyrsta líknarheimilið í Bretlandi árið 1967. Í líknarmeðferð eins og hún hefur þróast og fram kemur í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO, 2002) er áherslan á að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Hornsteinn góðrar líknarmeðferðar felst í meðferð einkenna þar sem tekið er tillit til margra þátta, svo sem líkamlegra, sálfélagslegra og andlegra þarfa, gildismats, trúarþarfa og menningar. Líknarmeðferð gengur út frá þverfaglegri nálgun og áhersla er lögð á heildræna sýn á manneskjuna. Líknarmeðferð er hluti af þeirri meðferð sem veitt er sjúklingum á mörgum deildum Landspítala en þörf er þó fyrir sérhæfðar einingar sem starfa eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar. Sérhæfð líknarmeðferð er einkum veitt á líknardeildum Landspítala, í Kópavogi og á Landakoti, hjá Heimahlynningu Landspítala sem og líknarráðgjafateymi Landspítala, Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu í Reykjavík, Heimahlynningu á Akureyri og heimahjúkrun á Suðurnesjum. Á þessum stöðum hefur verið byggð upp fagleg þekking og áratuga reynsla með áherslu á ólík þjónustustig til að mæta sem best ólíkum þörfum sjúklinga. Meginþorri sjúklinga sem fá þjónustu frá sérhæfðum þjónustuaðilum er sjúklingar með dreifðan og langt genginn sjúkdóm. Sjúklingar sem liggja á líknardeild eru þar aðallega vegna flókinna erfiðra einkenna og/eða umönnunar við lok lífs. Nú stendur fyrir dyrum endurskipulagning á líknarþjónustu sem veitt er á Landspítala og þar með líknardeildunum tveimur. Mikilvægt er í þeirri endurskipulagningu að setja í forgang þarfir þeirra sem eru með langvinna og/eða lífsógnandi sjúkdóma og þurfa á líknarmeðferð að halda. Líknarþjónustan þarf að geta áfram sinnt sérhæfðri líknarmeðferð til að mæta sem best þörfum þeirra sem eru með mikil einkenni sjúkdóms og skertar lífslíkur. Líknarmeðferð er ein af grunnstoðum góðrar heilbrigðisþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um og styrkja þjónustuna, sem og áframhaldandi þróun og uppbyggingu hennar hér á landi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar