Nýjung á Alþingi í dag - Útbýting þingskjala á vefnum Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 28. október 2011 06:00 Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í kjölfar nýrra þingskapa verða margar nýjungar í störfum Alþingis á þessum vetri. Í dag, föstudag, verður í fyrsta sinn útbýtt þingskjölum á vef þingsins á milli þingfunda. Þetta var samþykkt með breytingum á þingsköpum í júní. Telst útbýting þingskjala á vef þingsins jafngilda útbýtingu á þingfundi. Hingað til hefur skjölum aðeins verið útbýtt á þingfundi. Breytingarnar munu hafa í för með sér mikla vinnuhagræðingu. Forseti Alþingis hefur í samræmi við ný þingsköp sett reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins og í dag verður þingskjölum útbýtt þannig í fyrsta sinn. Í upphafi næsta fundar Alþingis mun forseti síðan lesa upp hvaða þingskjölum hefur verið útbýtt á vefnum og einnig hvaða þingskjölum verður útbýtt á þeim þingfundi sem þá hefst, eins og venja er. Meginreglan verður áfram að þingskjölum er útbýtt á þingfundi með tilkynningu forseta, en með nýju reglunum má einnig útbýta þingskjölum á vef fram til kl. 8 síðdegis. Útbýting þingskjala á vefnum hefur sama sess og þeim hefði verið útbýtt á þingfundi, m.a. varðandi fresti fyrir upphaf umræðu, en samkvæmt þingsköpum þurfa þingskjöl að hafa verið aðgengileg í tvo daga áður en hægt er að taka þau til umræðu. Sérstakir útbýtingarfundir heyra nú sögunni til. Þingmönnum verður tilkynnt ýmist með tölvupósti eða sms-skilaboðum, eftir því sem þeir óska, þegar ný þingskjöl hafa verið birt á vef Alþingis. Breytingarnar hafa það einnig í för með sér að þingmenn hafa betri og skjótari aðgang að svörum við fyrirspurnum og skýrslum sem Alþingi hefur samþykkt að biðja um. Áður voru svör við fyrirspurnum og skýrslur ekki aðgengileg fyrr en að loknum þinghléum, en verða nú birt á vefnum jafnóðum og þau berast Alþingi. Þótt þessi breyting, ein og sér, sé engin bylting í störfum Alþingis er hún gott dæmi um að Alþingi tileinkar sér tækninýjungar, og hefur raunar verið framarlega á því sviði undanfarin ár. Störfin á Alþingi eru í stöðugri framþróun.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar