Fastafylgi er ekki til Pawel Bartoszek skrifar 28. október 2011 06:00 Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl. Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér. Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi. Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra. En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun. Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því. Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu. Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun