E-Label snýr aftur á markað 28. október 2011 14:30 Heba Hallgrímsdóttir seldi fatamerkið E Label til Jóns Ólafssonar en fylgdi með í kaupunum. Þau Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ætla að stuðla að endurkomu E Label-merkisins. Fréttablaðið/Vilhelm Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Það var athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem keypti fyrirtækið af Hebu og Ástu Kristjánsdóttur en Heba heldur áfram að starfa í fyrirtækinu. „Það má eiginlega segja að ég hafi fylgt með í kaupunum og er því starfsmaður E Label núna. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt á ný og taka merkið aftur á þann stað sem það var þegar það byrjaði,“ segir Heba en E Label varð meðal annars frægt fyrir leggings sem poppdívan Beyoncé heillaðist af og hannaði svo svipaðar fyrir sitt eigið merki. Það er fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson sem á heiðurinn af hönnun leggingsbuxnanna en hann hannaði fyrir fatamerkið fyrir nokkrum misserum. Ási, eins og hann er kallaður, gengur nú aftur til liðs við E Label. „Það er frábært að fá Ása aftur. Hann er mjög klár fatahönnuður og á heiðurinn af mörgum af flottustu E Label-fötunum,“ segir Heba. Hennar hlutverk innan fyrirtækisins er að stjórna hönnunarferlinu ásamt hönnuðinum, sjá um framleiðsluna og samskiptin við útlönd. „Um leið og fyrsta fatalínan hans Ása er tilbúin, vonandi í byrjun næsta árs, förum við með merkið á erlendan markað. Það má eiginlega kalla þetta endurkomu E Label.“ Heba ber Jóni Ólafssyni vel söguna en hann hefur verið að teygja anga sína inn í tískubransann undanfarið sem eigandi fyrirsætuskrifstofunnar Elite, íslenska tískuviðburðarins Reykjavík Fashion Festival og fatamerkisins Eva Lín. „Jón sér möguleika í hlutunum en hann kemur ekkert að daglegri stjórnun fyrirtækisins og gefur okkur frjálsar hendur,“ segir Heba. Nýjar vörur frá E Label eru væntanlegar í verslunina 3 Smárar og á netsíðuna shopelabel.com á næstu vikum. alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fyrirtækið hefur legið í dvala í smá tíma og við ákváðum þess vegna að selja það og gefa því nýtt líf,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, fyrrverandi eigandi fatamerkisins E Label sem flestir tískusinnaðir Íslendingar ættu að kannast við. Það var athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem keypti fyrirtækið af Hebu og Ástu Kristjánsdóttur en Heba heldur áfram að starfa í fyrirtækinu. „Það má eiginlega segja að ég hafi fylgt með í kaupunum og er því starfsmaður E Label núna. Við ætlum að gera þetta skemmtilegt á ný og taka merkið aftur á þann stað sem það var þegar það byrjaði,“ segir Heba en E Label varð meðal annars frægt fyrir leggings sem poppdívan Beyoncé heillaðist af og hannaði svo svipaðar fyrir sitt eigið merki. Það er fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson sem á heiðurinn af hönnun leggingsbuxnanna en hann hannaði fyrir fatamerkið fyrir nokkrum misserum. Ási, eins og hann er kallaður, gengur nú aftur til liðs við E Label. „Það er frábært að fá Ása aftur. Hann er mjög klár fatahönnuður og á heiðurinn af mörgum af flottustu E Label-fötunum,“ segir Heba. Hennar hlutverk innan fyrirtækisins er að stjórna hönnunarferlinu ásamt hönnuðinum, sjá um framleiðsluna og samskiptin við útlönd. „Um leið og fyrsta fatalínan hans Ása er tilbúin, vonandi í byrjun næsta árs, förum við með merkið á erlendan markað. Það má eiginlega kalla þetta endurkomu E Label.“ Heba ber Jóni Ólafssyni vel söguna en hann hefur verið að teygja anga sína inn í tískubransann undanfarið sem eigandi fyrirsætuskrifstofunnar Elite, íslenska tískuviðburðarins Reykjavík Fashion Festival og fatamerkisins Eva Lín. „Jón sér möguleika í hlutunum en hann kemur ekkert að daglegri stjórnun fyrirtækisins og gefur okkur frjálsar hendur,“ segir Heba. Nýjar vörur frá E Label eru væntanlegar í verslunina 3 Smárar og á netsíðuna shopelabel.com á næstu vikum. alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira