IE-deild karla í kvöld: Breiddin mikil hjá toppliðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2011 07:00 Giordan Watson er stigahæsti Grindvíkingurinn en hefur samt skorað minna en 15 stig í leik.Fréttablaðið/xx Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik. Það kemur því kannski ekki á óvart að bæði liðin hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína örugglega. Fyrsta alvöru prófið á Stjörnumenn er reyndar í kvöld þegar þeir fá Íslandsmeistara KR-inga í heimsókn. Fram að þessu hefur liðið mætt Tindastóli, Haukum og Val, sem eiga það öll sameiginlegt að sitja án sigurs á botni deildarinnar. Stjarnan tekur á móti KR í Garðabænum klukkan 19.15 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í fyrra en á sama tíma mætast Njarðvík og Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í Njarðvík og ÍR og Snæfell í Seljaskóla. Grindvíkingar spila sinn fjórða leik á morgun á móti Tindastóli á heimavelli en það eru ekki bara sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira í leik því tveir öflugir sóknarmenn til viðbótar eru rétt undir tíu stiga múrnum. Þetta eru Jóhann Árni Ólafsson (9,0) og Ólafur Ólafsson (8,7) sem eru báðir með yfir tíu framlagsstig í leik. Helgi Jónas Guðfinnsson er því með átta leikmenn innanborðs sem eru að skora 8,7 stig eða meira, sem er lúxus sem fáir þjálfarar búa yfir. Stigahæsti maður Grindavíkurliðsins er Giordan Watson með „bara" 14,3 stig og það er því ekki hægt að einblína á neinn einn leikmann þegar menn ætla að stoppa Grindvíkinga í vetur. Menn skera sig meira út í Stjörnuliðinu. Stjörnumaðurinn Justin Shouse hefur staðið sig afar vel í fyrstu þremur leikjunum sem Íslendingur, en hann er efstur í Stjörnuliðinu í stigum (21,3), stoðsendingum (6,3) og framlagi (24,7), auk þess sem Stjörnuliðið hefur unnið þá 101 mínútu sem hann hefur spilað til þessa með 66 stigum. Justin er líka efstur í plús og mínus í deildinni rétt á undan Keith Cothran, félaga sínum í Garðabænum. Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik. Það kemur því kannski ekki á óvart að bæði liðin hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína örugglega. Fyrsta alvöru prófið á Stjörnumenn er reyndar í kvöld þegar þeir fá Íslandsmeistara KR-inga í heimsókn. Fram að þessu hefur liðið mætt Tindastóli, Haukum og Val, sem eiga það öll sameiginlegt að sitja án sigurs á botni deildarinnar. Stjarnan tekur á móti KR í Garðabænum klukkan 19.15 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í fyrra en á sama tíma mætast Njarðvík og Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í Njarðvík og ÍR og Snæfell í Seljaskóla. Grindvíkingar spila sinn fjórða leik á morgun á móti Tindastóli á heimavelli en það eru ekki bara sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira í leik því tveir öflugir sóknarmenn til viðbótar eru rétt undir tíu stiga múrnum. Þetta eru Jóhann Árni Ólafsson (9,0) og Ólafur Ólafsson (8,7) sem eru báðir með yfir tíu framlagsstig í leik. Helgi Jónas Guðfinnsson er því með átta leikmenn innanborðs sem eru að skora 8,7 stig eða meira, sem er lúxus sem fáir þjálfarar búa yfir. Stigahæsti maður Grindavíkurliðsins er Giordan Watson með „bara" 14,3 stig og það er því ekki hægt að einblína á neinn einn leikmann þegar menn ætla að stoppa Grindvíkinga í vetur. Menn skera sig meira út í Stjörnuliðinu. Stjörnumaðurinn Justin Shouse hefur staðið sig afar vel í fyrstu þremur leikjunum sem Íslendingur, en hann er efstur í Stjörnuliðinu í stigum (21,3), stoðsendingum (6,3) og framlagi (24,7), auk þess sem Stjörnuliðið hefur unnið þá 101 mínútu sem hann hefur spilað til þessa með 66 stigum. Justin er líka efstur í plús og mínus í deildinni rétt á undan Keith Cothran, félaga sínum í Garðabænum.
Dominos-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira