Tvö þúsund Íslendingar hætta sukki í einn mánuð 18. október 2011 15:00 Jökull Sólberg Auðunsson, til vinstri, og Magnús Berg Magnússon skipuleggja Meistaramánuðinn ásamt Þorsteini Kára Jónssyni. fréttablaðið/Valli Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is Meistaramánuður Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Um tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook í lífsstílsátakið Meistaramánuðurinn sem hefst á laugardaginn. „Við gerðum þetta í fyrsta skipti opinberlega í fyrra. Þetta byrjaði sem áskorun hjá vinahópnum. Við bjuggum til Facebook-síðu og áður en við vissum af voru komnir 170 manns, þar á meðal fullt af fólki sem tengdist okkur ekki neitt,“ segir Magnús Berg Magnússon sem stendur fyrir átakinu ásamt Jökli Sólberg Auðunssyni og Þorsteini Kára Jónssyni. Þeir tveir fyrstnefndu starfa á auglýsingastofu en Þorsteinn Kári er búsettur í Danmörku. Allir eru þeir 25 ára. „Við sáum þá hvað þetta hefur mikla möguleika og hvað það voru margir sem þráðu þessa áskorun. Við höfum tekið eftir því að Íslendingar eru orðnir á meðal feitustu þjóða í heimi en samt hefur heilsuvitund þjóðarinnar aldrei verið meiri með tilheyrandi fjölda líkamsræktarstöðva. Augljóslega er þjóðin að gera eitthvað rangt og kannski er gott fyrir hana að breyta aðeins til.“ Átakið stendur yfir í þrjátíu daga og snýst um að þátttakendur verði meistarar eigin lífs með því að vakna fyrr, hreyfa sig, ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra daga. Lagt er upp með að þátttakendur neiti sér um áfengi og innbyrði holla fæðu. Þeir eru síðan hvattir til dáða á Facebook-síðunni. „Aðalatriðið er að fólk prófi eitthvað nýtt og fari út úr þægindahringnum. Þetta eru þrjátíu dagar þar sem er engin afsökun. Maður ýtir ekki á snooze-takkann á morgnana því það er ekkert meistaralegt við það,“ segir Magnús Berg ákveðinn. Áfengisleysið ætti að vera góð tilbreyting fyrir það fólk sem dettur í það um helgar og festist þannig í ákveðnu mynstri. „Manni leið meistaralega þegar maður var úti að hlaupa á laugardagsmorgni í fyrra á meðan fólk var að staulast um í bænum. Það er ákveðin vellíðunartilfinning sem fylgir því.“ Magnús segir átakið mun auðveldara en margir kynnu að halda og sjálfur hefur hann breytt lífsstíl sínum til hins betra með því að draga úr brauð- og sykurneyslu, auk þess sem hann hljóp maraþon á árinu og hefur stundað crossfit af krafti. Magnús og félagar ætla að halda meistaramánuðinn á hverju ári. Þeir stefna á að hafa átakið á ensku á næsta ári, enda hefur fólk frá öllum heimhornum lýst yfir áhuga á að taka þátt. Nánari upplýsingar má finna á facebook.com/meistaramanudur og á globalchampionmonth.com. freyr@frettabladid.is
Meistaramánuður Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira