Ghostigital. Faktorý.
Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011.
Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af.
Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað!
-tj
Ghostigital á Iceland Airwaves: Harðasta bandið
