HHH
Tonik
Faktorý
Tónar og litir
Anton Kaldal Ágústsson er búinn að búa til raftónlist undir nafninu Tonik í nokkur ár. Hann var fyrsta atriðið á dagskránni á Faktorý á laugardagskvöldið. Þegar ég mætti á staðinn var hann í góðum fíling á sviðinu ásamt bassaleikara. Tónlist Toniks hljómaði mjög vel í þessu frábæra hljóðkerfi sem var á staðnum og henni fylgdi einföld, en vel útfærð ljósasýning, en eitt af því sem Tonik segist vera að vinna með er samband lita og tóna. Fín byrjun á kvöldinu.
-tj
