Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun