Óútreiknanleg St. Vincent 29. september 2011 09:00 áhugaverð Nýjasta plata St. Vincent hefur fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. nordicphotos/getty Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira