Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. október 2025 11:33 Bríet og Unnsteinn Manúel á hátíðarsýningu tónlistarmyndarinnar Minningar í Bíó Paradís. Aron Kristjánsson Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu. Bríeti þarf vart að kynna en hún er ein vinsælasta tónlistarkona Íslands síðustu ára. Fyrsta breiðskífa hennar Kveðja, Bríet kom út 10. október 2020. Hún naut strax gríðarlegra vinsælda og braut mörg streymismet, öll níu lögin á breiðskífunni enduðu á Spotify topp 10 listanum í vikunni eftir útgáfu. Kveðja, Bríet var valin besta plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann Bríet einnig í flokkunum söngkona ársins og textahöfundur ársins. Í kjölfarið hefur hún endurtekið verið tilnefnd til og unnið til fleiri verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlustendaverðlaununum síðustu ár og er hvergi nærri hætt. Bríet og GDRN á sýningu tónlistarmyndarinnar Minningar sem Bríet gerði fyrir plötuna Kveðja, Bríet.Aníta Káradóttir Bríet hefur safnað yfir 46 milljón streymum og næstum 120.000 mánaðarlegum hlustendum á Spotify síðan Kveðja, Bríet kom út. Hún hefur flutt tónlist sína margsinnis um allt Ísland og víðar um heim við frábærar undirtektir. Hún hefur fyllt öll helstu tónleikarými á Íslandi, allt frá Eldborg, Hörpu yfir í Vagninn á Flateyri. Nú horfir Bríet út fyrir landsteinana og eyðir tíma sínum í að semja og gefa út nýja tónlist á ensku. Í fréttatilkynningu segir: „Bríeti langaði til þess að gera eitthvað einstakt í tengslum við plötuna Kveðja, Bríet. Þá spratt upp hugmyndin af því að taka hana upp í lifandi flutningi og taka það upp á filmu á sama tíma. Þetta varð að veruleika á sumardögum árið 2021 en Bríet fékk með sér stórvalalið kvikmyndatökumanna og íslenskra tónlistarmanna sem spiluðu tónlistina á meðan hún var tekin upp á hljóði og filmu á Skeggjastöðum í Mosfellsdal. Það sem einkennir svo þessar upptökur er að þær voru aðeins teknar upp einu sinni en þó í nokkrum pörtum. Myndin er algjört listaverk og á sér enga aðra líka. Hún fangar hugarheim og tilfinningar plötunnar ótrúlega vel. Mynd og hljóð er hrátt, nostalgískt og rómantískt, þar sem að íslensk sveitafegurð er í fyrirrúmi og tónlistin fær að njóta sín á einstakan hátt og að tala sínu máli.“ Hörður Freyr Brynjarsson leikstýrði myndinni, Stroud Rhode Pearce sá um kvikmyndatöku, Styrmir Hauksson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun, Rubin Pollock lék á gítar, Þorleifur Gaukur Davíðsson lék á munnhörpu, fetilgítar og bassa, Magnús Trygvason Eliassen lék á trommur og Tómas Jónsson lék á hljómborð og hammond orgel. Á fimm ára afmæli plötunnar voru haldnar tvennar hátíðarsýningar í Bíó Paradís og uppselt var á báðar. Myndin verður einnig í sýningu í Hafnarhúsinu á Listasafni Reykjavíkur út miðvikudag næstkomandi. Hér má sjá myndir frá ævintýrum Bríetar undanfarna daga: Myndin Minningar er sýnd í Hafnarhúsinu til og með miðvikudeginum næsta. Aníta Káradóttir Bríet og Soffía Kristín umboðsmaður hennar glæsilegar.Aníta Káradóttir Heiða Sigrún, Baldvin Z, Íris Lóa Eskin og Jakob Frímann Magnússon.Aníta Káradóttir Kveðja, Bríet er ein vinsælasta íslenska plata aldarinnar.Aníta Káradóttir Glæsihópur!Aníta Káradóttir Bríet og Íris Lóa sætu mágkonur.Aníta Káradóttir Margt um manninn og gestir í gír.Aníta Káradóttir Algjörar pæjur, Soffía, Ynja, Bríet og Íris Lóa. Aníta Káradóttir Bríet og GDRN á spjalli.Aníta Káradóttir GDRN, Jakob Frímann og Bríet tónlistarsnillingar og meððí.Aníta Káradóttir Glæsilegar mæðgur!Aníta Káradóttir Lalli, Íris, Bríet og Ynja Blær.Aníta Káradóttir Fólk fylgdist agndofa með.Aníta Káradóttir Bríet í skýjunum.Aníta Káradóttir Gestir á spjalli.Aníta Káradóttir Hildur Laila og Bríet sætar systur.Aníta Káradóttir Tískudrottning!Aníta Káradóttir Bríet á Skeggjastöðum.Aníta Káradóttir Bríet bauð gesti velkomna.Aníta Káradóttir Viktor Grönfeldt, Bríet og Sunna Björk förðunarfræðingur Bríetar.Aníta Káradóttir Bríet í Bíó Paradís á góðu skvísuspjalli.Aron Kristjánsson Standandi lófaklapp!Aron Kristjánsson Bros og myndir!Aron Kristjánsson Bjarki Sig Sund maður lét sig ekki vanta. Aron Kristjánsson Bríet kyssir best klæddu feðgin landsins Önnu Maríu og Villa Vill stjörnulögmann.Aron Kristjánsson Ynja Blær og Íris létu sig ekki vanta.Aron Kristjánsson Sigrún Ósk var yfir sig hrifin.Aron Kristjánsson Vinyl plötur áritaðar.Aron Kristjánsson Stuð!Aron Kristjánsson Bríet og Jónmundur Grétarsson leikari.Aron Kristjánsson Bríet og Unnsteinn Manúel á hátíðarsýningu tónlistarmyndarinnar Minningar í Bíó Paradís.Aron Kristjánsson Bríet og Brjánn og fleiri góðir gestir.Aron Kristjánsson Bríet tilbúin fyrir sýninguna.Aron Kristjánsson Sýningar á Íslandi Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Bríeti þarf vart að kynna en hún er ein vinsælasta tónlistarkona Íslands síðustu ára. Fyrsta breiðskífa hennar Kveðja, Bríet kom út 10. október 2020. Hún naut strax gríðarlegra vinsælda og braut mörg streymismet, öll níu lögin á breiðskífunni enduðu á Spotify topp 10 listanum í vikunni eftir útgáfu. Kveðja, Bríet var valin besta plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann Bríet einnig í flokkunum söngkona ársins og textahöfundur ársins. Í kjölfarið hefur hún endurtekið verið tilnefnd til og unnið til fleiri verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum og hlustendaverðlaununum síðustu ár og er hvergi nærri hætt. Bríet og GDRN á sýningu tónlistarmyndarinnar Minningar sem Bríet gerði fyrir plötuna Kveðja, Bríet.Aníta Káradóttir Bríet hefur safnað yfir 46 milljón streymum og næstum 120.000 mánaðarlegum hlustendum á Spotify síðan Kveðja, Bríet kom út. Hún hefur flutt tónlist sína margsinnis um allt Ísland og víðar um heim við frábærar undirtektir. Hún hefur fyllt öll helstu tónleikarými á Íslandi, allt frá Eldborg, Hörpu yfir í Vagninn á Flateyri. Nú horfir Bríet út fyrir landsteinana og eyðir tíma sínum í að semja og gefa út nýja tónlist á ensku. Í fréttatilkynningu segir: „Bríeti langaði til þess að gera eitthvað einstakt í tengslum við plötuna Kveðja, Bríet. Þá spratt upp hugmyndin af því að taka hana upp í lifandi flutningi og taka það upp á filmu á sama tíma. Þetta varð að veruleika á sumardögum árið 2021 en Bríet fékk með sér stórvalalið kvikmyndatökumanna og íslenskra tónlistarmanna sem spiluðu tónlistina á meðan hún var tekin upp á hljóði og filmu á Skeggjastöðum í Mosfellsdal. Það sem einkennir svo þessar upptökur er að þær voru aðeins teknar upp einu sinni en þó í nokkrum pörtum. Myndin er algjört listaverk og á sér enga aðra líka. Hún fangar hugarheim og tilfinningar plötunnar ótrúlega vel. Mynd og hljóð er hrátt, nostalgískt og rómantískt, þar sem að íslensk sveitafegurð er í fyrirrúmi og tónlistin fær að njóta sín á einstakan hátt og að tala sínu máli.“ Hörður Freyr Brynjarsson leikstýrði myndinni, Stroud Rhode Pearce sá um kvikmyndatöku, Styrmir Hauksson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun, Rubin Pollock lék á gítar, Þorleifur Gaukur Davíðsson lék á munnhörpu, fetilgítar og bassa, Magnús Trygvason Eliassen lék á trommur og Tómas Jónsson lék á hljómborð og hammond orgel. Á fimm ára afmæli plötunnar voru haldnar tvennar hátíðarsýningar í Bíó Paradís og uppselt var á báðar. Myndin verður einnig í sýningu í Hafnarhúsinu á Listasafni Reykjavíkur út miðvikudag næstkomandi. Hér má sjá myndir frá ævintýrum Bríetar undanfarna daga: Myndin Minningar er sýnd í Hafnarhúsinu til og með miðvikudeginum næsta. Aníta Káradóttir Bríet og Soffía Kristín umboðsmaður hennar glæsilegar.Aníta Káradóttir Heiða Sigrún, Baldvin Z, Íris Lóa Eskin og Jakob Frímann Magnússon.Aníta Káradóttir Kveðja, Bríet er ein vinsælasta íslenska plata aldarinnar.Aníta Káradóttir Glæsihópur!Aníta Káradóttir Bríet og Íris Lóa sætu mágkonur.Aníta Káradóttir Margt um manninn og gestir í gír.Aníta Káradóttir Algjörar pæjur, Soffía, Ynja, Bríet og Íris Lóa. Aníta Káradóttir Bríet og GDRN á spjalli.Aníta Káradóttir GDRN, Jakob Frímann og Bríet tónlistarsnillingar og meððí.Aníta Káradóttir Glæsilegar mæðgur!Aníta Káradóttir Lalli, Íris, Bríet og Ynja Blær.Aníta Káradóttir Fólk fylgdist agndofa með.Aníta Káradóttir Bríet í skýjunum.Aníta Káradóttir Gestir á spjalli.Aníta Káradóttir Hildur Laila og Bríet sætar systur.Aníta Káradóttir Tískudrottning!Aníta Káradóttir Bríet á Skeggjastöðum.Aníta Káradóttir Bríet bauð gesti velkomna.Aníta Káradóttir Viktor Grönfeldt, Bríet og Sunna Björk förðunarfræðingur Bríetar.Aníta Káradóttir Bríet í Bíó Paradís á góðu skvísuspjalli.Aron Kristjánsson Standandi lófaklapp!Aron Kristjánsson Bros og myndir!Aron Kristjánsson Bjarki Sig Sund maður lét sig ekki vanta. Aron Kristjánsson Bríet kyssir best klæddu feðgin landsins Önnu Maríu og Villa Vill stjörnulögmann.Aron Kristjánsson Ynja Blær og Íris létu sig ekki vanta.Aron Kristjánsson Sigrún Ósk var yfir sig hrifin.Aron Kristjánsson Vinyl plötur áritaðar.Aron Kristjánsson Stuð!Aron Kristjánsson Bríet og Jónmundur Grétarsson leikari.Aron Kristjánsson Bríet og Unnsteinn Manúel á hátíðarsýningu tónlistarmyndarinnar Minningar í Bíó Paradís.Aron Kristjánsson Bríet og Brjánn og fleiri góðir gestir.Aron Kristjánsson Bríet tilbúin fyrir sýninguna.Aron Kristjánsson
Sýningar á Íslandi Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira