Betra eftirlit sparar raforku 28. september 2011 05:00 Áhrifarík nýjung Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins ReMake Electric, með eftirlitsbúnaðinn sem hefur vakið mikla lukku. Fréttablaðið/Stefán Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj Fréttir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan. ReMake hefur þróað nýstárlegan búnað sem auðveldar fyrirtækjum og heimilum að fylgjast með raforkunotkun, að sögn Hilmis Inga Jónssonar, framkvæmdastjóra ReMake. „Þetta er rafskynjunarbúnaður sem er settur í rafmagnstöflur og þar mælum við eftir þörfum hvers viðskiptavinar allt rafmagn sem fer í gegnum skápinn þannig að viðkomandi fær nákvæma yfirsýn yfir það hvenær og hvar rafmagn er notað og hvert álagið er og hvað það kostar. Þetta er einfaldur búnaður í uppsetningu og rekstri og við hönnum kerfið þannig að það vinnur fyrir þig og er ekki að trufla þig meira en þú biður um.“ Með betri yfirsýn geti viðskiptavinir sparað raforkunotkun sína og aukið öryggi, segir Hilmir. „Kerfið getur líka skipt sköpum í að fyrirbyggja eldhættu. Þannig er til dæmis hægt að stilla kerfið þannig að ekki eigi að vera kveikt á helluborði á ákveðnum tíma sólarhrings og ef svo er, fær notandinn skilaboð í símann sem lætur vita af því.“ Hilmir segir mikinn áhuga á kerfinu, sérstaklega erlendis. „Íslendingar eru ekki eins meðvitaðir. Við sjáum það að erlendis eru allir á kafi í þessu, en hér heima er enn lítið verið að spá í orkunotkun. Fólk kveikir bara og slekkur ljós án þess að velta því mikið fyrir sér hvað gerist í millitíðinni. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því að keyra bíl. Ef þú ekur ekki skynsamlega þá eyðir þú meira bensíni.“ Hann bætir því við að meira eftirlit með eyðslu geti haft í för með sér mikinn sparnað fyrir heimili og fyrirtæki. „Fyrirtækin geta líka sparað sér verulegar fjárhæðir í viðhaldi á tækjum með frekara eftirliti. Með skynjaranum er til dæmis hægt að sjá hvenær stór og dýr tæki eyða óvenju mikilli orku. Þá er hægt að bregðast strax við og koma í veg fyrir skemmdir eða bilanir sem gætu annars orðið mikið dýrari.“ Hilmir segir undirtektir hafa verið afar góðar. Arion banki hefur þegar tekið kerfið í notkun og mörg önnur stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga. - þj
Fréttir Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira