Óviðunandi vinnubrögð vegna ráðningar nýs forstjóra OR 7. febrúar 2011 00:01 Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun