Efnahagsmál í brennidepli 27. ágúst 2011 04:00 Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um langa hríð.N ordicPhotos/AFP Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira