Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu 24. ágúst 2011 08:00 víkur fyrir jónasi Ný bók Jónasar Kristjánssonar, Þúsund og ein þjóðleið, kemur út hjá Sögum útgáfu fyrir jólin en ekki bók Dr. Gunna um popp- og rokksögu Íslands.fréttablaðið/gva „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Ákveðið hefur verið að fresta útgáfu bókar hans, sem bar vinnuheitið Stuð stuð stuð – Íslenskt popp og rokk 1950-2010, fram á næsta ár. Ástæðan er sú að útgefandinn, Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, hefur eytt miklum tíma í nýja bók Jónasar Kristjánssonar, Þúsund og ein þjóðleið, á kostnað bókar Dr. Gunna. Bók Jónasar, fyrrverandi ritstjóra DV, fjallar um reið- og gönguslóðir og segir hann að tuttugu ára vinna liggi að baki henni. „Ég veit að Tómas hefur lagt mikinn metnað í þessa bók mína. Þetta verður þyngsta bók ársins, fjögur kíló. Hún verður feiknarlega stór um sig,“ segir Jónas. Aðspurður segist hann hafa miklar mætur á Dr. Gunna en vill annars lítið tjá sig um frestun tónlistarbókar hans. „Ég hef unnið með honum og hann er hinn besti höfundur bóka og greina af ýmsu tagi. Bloggið hans er fínt og neytendamálaframtakið hans mjög gott.“ Gunni segist sjálfur vera búinn að skrifa handrit Stuð-bókarinnar. Tíminn sé aftur á móti ekki nægur til að ljúka við myndvinnslu bókarinnar og fleiri mál í tæka tíð fyrir jólabókaflóðið. „Það má segja að hann [Tómas] hafi spennt bogann of hátt. Hann var útkeyrður og uppgefinn þegar átti að keyra á bókina mína. Í staðinn fyrir að vera í geðveikri törn í einhverjar vikur sem myndi skila sér í fullt af villum og klúðri ætlum við að geyma hana fram á næsta ár.“ Að sögn Gunna mun bókin breytast og nýjum kafla verður bætt við hana. „Ég er að hugsa um að hafa þetta 100 ár og fara aftur til 1910 þegar fyrsta platan var gefin út,“ segir hann og notar tækifærið til að óska eftir fleiri myndum í bókina frá poppurum og öðrum tónlistaráhugamönnum. „Í staðinn fyrir að þetta verði frábær bók verður þetta geðveikislega frábær bók,“ segir hann og er hvergi af baki dottinn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Ákveðið hefur verið að fresta útgáfu bókar hans, sem bar vinnuheitið Stuð stuð stuð – Íslenskt popp og rokk 1950-2010, fram á næsta ár. Ástæðan er sú að útgefandinn, Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu, hefur eytt miklum tíma í nýja bók Jónasar Kristjánssonar, Þúsund og ein þjóðleið, á kostnað bókar Dr. Gunna. Bók Jónasar, fyrrverandi ritstjóra DV, fjallar um reið- og gönguslóðir og segir hann að tuttugu ára vinna liggi að baki henni. „Ég veit að Tómas hefur lagt mikinn metnað í þessa bók mína. Þetta verður þyngsta bók ársins, fjögur kíló. Hún verður feiknarlega stór um sig,“ segir Jónas. Aðspurður segist hann hafa miklar mætur á Dr. Gunna en vill annars lítið tjá sig um frestun tónlistarbókar hans. „Ég hef unnið með honum og hann er hinn besti höfundur bóka og greina af ýmsu tagi. Bloggið hans er fínt og neytendamálaframtakið hans mjög gott.“ Gunni segist sjálfur vera búinn að skrifa handrit Stuð-bókarinnar. Tíminn sé aftur á móti ekki nægur til að ljúka við myndvinnslu bókarinnar og fleiri mál í tæka tíð fyrir jólabókaflóðið. „Það má segja að hann [Tómas] hafi spennt bogann of hátt. Hann var útkeyrður og uppgefinn þegar átti að keyra á bókina mína. Í staðinn fyrir að vera í geðveikri törn í einhverjar vikur sem myndi skila sér í fullt af villum og klúðri ætlum við að geyma hana fram á næsta ár.“ Að sögn Gunna mun bókin breytast og nýjum kafla verður bætt við hana. „Ég er að hugsa um að hafa þetta 100 ár og fara aftur til 1910 þegar fyrsta platan var gefin út,“ segir hann og notar tækifærið til að óska eftir fleiri myndum í bókina frá poppurum og öðrum tónlistaráhugamönnum. „Í staðinn fyrir að þetta verði frábær bók verður þetta geðveikislega frábær bók,“ segir hann og er hvergi af baki dottinn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp