Pistillinn: Góðir og slæmir ávanar Hlynur Bæringsson skrifar 20. ágúst 2011 08:00 Nordic Photos / Getty Images We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.) Pistillinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira
We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.)
Pistillinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira