Pistillinn: Góðir og slæmir ávanar Hlynur Bæringsson skrifar 20. ágúst 2011 08:00 Nordic Photos / Getty Images We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.) Pistillinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Sjá meira
We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore, is not an act, but a habit. (Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.) Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum, þessa línu heyri ég nánast daglega frá þjálfaranum mínum. Því meira sem ég spái í þessi orð því meira finnst mér til þeirra koma. Boðskapurinn er sá að mannskepnan kemur sér alltaf upp ávönum, bæði góðum og slæmum, það er auðvelt að mynda vítahring en erfiðara að losna úr honum, það þekkja allir. Góðir ávanar koma ekki af sjálfum sér, það krefst vinnu og aga. Ef það tekst þá er eftirleikurinn auðveldari, velgengni er yfirleitt afleiðing þess að fólk hefur vanið sig á að breyta rétt. Það á við um alla flóruna, vinnu, skóla, tónlist, íþróttir og bara daglegt líf. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið þessu gaum fyrr á ferlinum. Þá væri ég vafalaust mun betri en ég er í dag. Því flest af því sem mannskepnan gerir er það sem hún hefur vanið sig á. Það að stunda lyftingar af krafti og vinna í sjálfum sér almennt er gott dæmi um góða ávana sem er erfitt að venja sig á en verður svo ómissandi hluti af deginum þegar það tekst. Ég er satt best að segja alltaf að berjast við að gera rétt, er að skána en ansi margt sem má laga. Mörgum af hæfileikaríkustu íþróttamönnum sögunnar hefur mistekist að verða besta útgáfan af sjálfum sér því lífsstíll þeirra hefur verið yfirfullur af slæmum ávönum. Ungir íþróttamenn og þjálfarar þeirra ættu því að huga snemma að því að koma sér upp góðum ávönum, því eins og Aristóteles sagði þá er það að verða mjög góður í einhverju (excellence) ekki eitthvað sem bara gerist, heldur ávöxtur góðra ávana. Þetta er mín uppáhaldstilvitnun, ég ætla að enda pistilinn á orðum sem mér finnst eiga vel við í framhaldi af henni.Sow a thought, and you reap an act, sow an act, and you reap a habit, sow a habit, and you reap a character, sow a character, and you reap a destiny.(Af hugsun er athöfn komin. Af athöfn er ávani kominn. Af ávana er persónuleiki kominn. Af persónuleika eru örlög komin.)
Pistillinn Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn