Bráðskemmtilegt veður Marta María Friðriksdóttir skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!" sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar. Hvatning sætisfélagans varð til þess að veðrið og haustið, sem nálgast óðfluga, verður umræðuefni dagsins og líklega komandi daga, eins og svo oft áður. Ég er nú einu sinni Íslendingur og viðurkennum það bara, veðrið er bráðskemmtilegt umræðuefni. Það verður enda oft að umræðuefni okkar vinkonu minnar sem býr úti í Lúxemborg en er frá Íslandi. Veðrið berst reyndar mun oftar í tal á veturna og getur verið verulega spennandi, sérstaklega fyrir Íslendinginn í útlöndum sem lifir bara í rólyndisveðrinu í hjarta Evrópu. Hljómar það ekki spennandi að sólin skíni langt fram eftir kvöldi og ylji landsmönnum í ágúst, bílar festist í snjósköflum víða um land í febrúar og umferðarskilti fjúka um koll vegna veðurofsa? Þetta hefur oft reynst hið áhugaverðasta efni í líflegar samræður okkar vinkvennanna og hún spyr iðulega um veðrið á Íslandi. Hvernig er best að lýsa veðrinu á Íslandi? Það er svo margbreytilegt og skjótt skipast veður í lofti. Ég tók upp á því þegar ég var lítil að segja pabba, sem staddur var í öðrum landshluta, að það væri ekkert veður fyrir utan. Veðuráhugamanninum fannst þetta verulega óskemmtileg lýsing og innti mig frekari svara, sem ég hafði alls ekki á takteinum. Það var ekki vegna þess að ég nennti ekki að gá, heldur var besta lýsingin ekkert veður. Í dag er pabbi búinn að átta sig á því hvað ekkert veður er, það er skýjað og grátt. Ekkert veður er bara hin ágætasta lýsing, að mínu mati. Veðrið í morgun bar með sér að haustið væri á næsta leiti. Haustilmur var í loftinu, bílrúðan var rök og einmana gult og rautt laufblað blakti fyrir utan gluggann minn. Það er ekki bara veðrið og trén sem bera með sér að haustið sé skammt undan heldur gera fréttir vikunnar það einnig. Haustuppskeran er að hefjast og átta hundruð epli verða tínd af eplatré á Akranesi. Menningarnótt með öllum sínum fjölda viðburða og verkfall leikskólakennara sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!" sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar. Hvatning sætisfélagans varð til þess að veðrið og haustið, sem nálgast óðfluga, verður umræðuefni dagsins og líklega komandi daga, eins og svo oft áður. Ég er nú einu sinni Íslendingur og viðurkennum það bara, veðrið er bráðskemmtilegt umræðuefni. Það verður enda oft að umræðuefni okkar vinkonu minnar sem býr úti í Lúxemborg en er frá Íslandi. Veðrið berst reyndar mun oftar í tal á veturna og getur verið verulega spennandi, sérstaklega fyrir Íslendinginn í útlöndum sem lifir bara í rólyndisveðrinu í hjarta Evrópu. Hljómar það ekki spennandi að sólin skíni langt fram eftir kvöldi og ylji landsmönnum í ágúst, bílar festist í snjósköflum víða um land í febrúar og umferðarskilti fjúka um koll vegna veðurofsa? Þetta hefur oft reynst hið áhugaverðasta efni í líflegar samræður okkar vinkvennanna og hún spyr iðulega um veðrið á Íslandi. Hvernig er best að lýsa veðrinu á Íslandi? Það er svo margbreytilegt og skjótt skipast veður í lofti. Ég tók upp á því þegar ég var lítil að segja pabba, sem staddur var í öðrum landshluta, að það væri ekkert veður fyrir utan. Veðuráhugamanninum fannst þetta verulega óskemmtileg lýsing og innti mig frekari svara, sem ég hafði alls ekki á takteinum. Það var ekki vegna þess að ég nennti ekki að gá, heldur var besta lýsingin ekkert veður. Í dag er pabbi búinn að átta sig á því hvað ekkert veður er, það er skýjað og grátt. Ekkert veður er bara hin ágætasta lýsing, að mínu mati. Veðrið í morgun bar með sér að haustið væri á næsta leiti. Haustilmur var í loftinu, bílrúðan var rök og einmana gult og rautt laufblað blakti fyrir utan gluggann minn. Það er ekki bara veðrið og trén sem bera með sér að haustið sé skammt undan heldur gera fréttir vikunnar það einnig. Haustuppskeran er að hefjast og átta hundruð epli verða tínd af eplatré á Akranesi. Menningarnótt með öllum sínum fjölda viðburða og verkfall leikskólakennara sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun