Mikil lækkun á mörkuðum 11. ágúst 2011 01:00 wall street Mikil spenna er á hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Fréttablaðið/ap Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Helstu matsfyrirtækin þrjú, Moody‘s, Standard & Poor‘s og Fitch, tilkynntu seinna í gær að engin breyting yrði gerð á lánshæfiseinkunn franska ríkisins, hún væri enn AAA. Hlutabréf franska bankans Societe Generale lækkuðu um rúm 20 prósent. Við lokun nam lækkunin tæpum 15 prósent. Bandaríska hlutabréfavísitölur fylgdu þeim evrópsku eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,63 prósent eða 520 stig, S&P 500 lækkaði um 4,42 prósent og Nasdaq um 4,09 prósent. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentustigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa markaðina en það dugði ekki til. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Helstu matsfyrirtækin þrjú, Moody‘s, Standard & Poor‘s og Fitch, tilkynntu seinna í gær að engin breyting yrði gerð á lánshæfiseinkunn franska ríkisins, hún væri enn AAA. Hlutabréf franska bankans Societe Generale lækkuðu um rúm 20 prósent. Við lokun nam lækkunin tæpum 15 prósent. Bandaríska hlutabréfavísitölur fylgdu þeim evrópsku eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,63 prósent eða 520 stig, S&P 500 lækkaði um 4,42 prósent og Nasdaq um 4,09 prósent. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentustigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa markaðina en það dugði ekki til.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira