Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi 3. ágúst 2011 08:30 Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. Nordicphotos/afp Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent