Haukur hættur hjá Maryland: Vill komast að hjá liði í Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 07:00 Haukur Helgi fór á kostum á Evrópumóti U20 ára í Bosníu í júlí. Mynd/KKÍ Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila með Maryland-háskóla. Hann vonast til þess að komast að hjá félagi í Evrópu. „Ég held að leikstíllinn minn henti betur í Evrópu. Mér hefur fundist mun skemmtilegra að spila í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þetta er meira alhliða körfubolti í Evrópu," segir Haukur. Haukur, sem er 19 ára, stóð sig vel á fyrsta ári sínu með skólaliðinu í fyrra. „Jú, það gekk ágætlega úti. Ég byrjaði í seinustu tveimur leikjunum mínum, sem er mjög gott fyrir fyrsta árs nema. En þótt það hafi gerst leitaði hugurinn alltaf til Evrópu," segir Haukur. Þjálfaraskipti urðu hjá Maryland-háskóla að loknu síðasta tímabili. Haukur segir skiptin ekki haft áhrif á ákvörðun sína. „Nei, svo sem ekki. Ég hef heyrt mjög góða hluti um nýja þjálfarann. En það var auðvitað leiðinlegt að þjálfarinn sem fékk mig út hafi hætt. En það hafði svo sem ekkert með ákvörðunina að gera," segir Haukur. Haukur segir vissulega áhættu fólgna í því að segja upp fullum skólastyrk í þeirri von að komast að hjá félagi í Evrópu. „Það er náttúrulega alltaf áhætta eins og heimurinn er í dag. En ég vona það besta. Það er ekkert skrifað í stein hvort ég fer eitthvað eða ekki. En vonandi gerist það og ég er frekar bjartsýnn," segir Haukur, sem segir nokkur félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga. „Ég hefði mjög gaman af því að spila á Ítalíu eða á Spáni. En maður veit aldrei hvar maður endar sitt fyrsta atvinnutímabil í körfuboltanum ef af verður." Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila með Maryland-háskóla. Hann vonast til þess að komast að hjá félagi í Evrópu. „Ég held að leikstíllinn minn henti betur í Evrópu. Mér hefur fundist mun skemmtilegra að spila í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þetta er meira alhliða körfubolti í Evrópu," segir Haukur. Haukur, sem er 19 ára, stóð sig vel á fyrsta ári sínu með skólaliðinu í fyrra. „Jú, það gekk ágætlega úti. Ég byrjaði í seinustu tveimur leikjunum mínum, sem er mjög gott fyrir fyrsta árs nema. En þótt það hafi gerst leitaði hugurinn alltaf til Evrópu," segir Haukur. Þjálfaraskipti urðu hjá Maryland-háskóla að loknu síðasta tímabili. Haukur segir skiptin ekki haft áhrif á ákvörðun sína. „Nei, svo sem ekki. Ég hef heyrt mjög góða hluti um nýja þjálfarann. En það var auðvitað leiðinlegt að þjálfarinn sem fékk mig út hafi hætt. En það hafði svo sem ekkert með ákvörðunina að gera," segir Haukur. Haukur segir vissulega áhættu fólgna í því að segja upp fullum skólastyrk í þeirri von að komast að hjá félagi í Evrópu. „Það er náttúrulega alltaf áhætta eins og heimurinn er í dag. En ég vona það besta. Það er ekkert skrifað í stein hvort ég fer eitthvað eða ekki. En vonandi gerist það og ég er frekar bjartsýnn," segir Haukur, sem segir nokkur félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga. „Ég hefði mjög gaman af því að spila á Ítalíu eða á Spáni. En maður veit aldrei hvar maður endar sitt fyrsta atvinnutímabil í körfuboltanum ef af verður."
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira