Góða umferðarhelgi! Kjartan Magnússon skrifar 29. júlí 2011 06:00 Við upphaf mestu umferðarhelgar ársins er ekki úr vegi að ökumenn hugleiði helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa áður en lagt er út á þjóðvegi landsins. Hver og einn getur síðan metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Rannsóknir sýna að helst má rekja banaslys og önnur alvarleg slys til eftirfarandi þátta: Hraðakstur. Bílbelti ekki notuð. Ölvunarakstur. Svefn og þreyta. Reynsluleysi ökumanns. Forgangur ekki virtur. Vegur og umhverfi. Af þessari upptalningu sést að orsakir banaslysa má oftast rekja til áhættuhegðunar ökumanns eða mannlegra mistaka hans. Stöðugt er unnið að því að gera bílana sjálfa öruggari sem og vegina og umhverfi þeirra. Þau tilvik eru hins vegar sorglega mörg þar sem fólk kastast út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Oft þolir sjálfur bíllinn áreksturinn en fólk í honum stórslasast eða lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Möl og malbikEkki verður nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir hinum íslensku malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki eða bundnu slitlagi. Þar er einnig mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Gagnkvæm tillitsemiAf sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á bílum sínum þegar ekið er fram hjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Því miður hefur verið kvartað yfir því að undanförnu að misbrestur sé á því að ökumenn geri það. Um leið og öllum landsmönnum er óskað góðrar umferðarhelgar, skal minnt á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heilum vagni heim að aka.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf mestu umferðarhelgar ársins er ekki úr vegi að ökumenn hugleiði helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa áður en lagt er út á þjóðvegi landsins. Hver og einn getur síðan metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Rannsóknir sýna að helst má rekja banaslys og önnur alvarleg slys til eftirfarandi þátta: Hraðakstur. Bílbelti ekki notuð. Ölvunarakstur. Svefn og þreyta. Reynsluleysi ökumanns. Forgangur ekki virtur. Vegur og umhverfi. Af þessari upptalningu sést að orsakir banaslysa má oftast rekja til áhættuhegðunar ökumanns eða mannlegra mistaka hans. Stöðugt er unnið að því að gera bílana sjálfa öruggari sem og vegina og umhverfi þeirra. Þau tilvik eru hins vegar sorglega mörg þar sem fólk kastast út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Oft þolir sjálfur bíllinn áreksturinn en fólk í honum stórslasast eða lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Möl og malbikEkki verður nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir hinum íslensku malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki eða bundnu slitlagi. Þar er einnig mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Gagnkvæm tillitsemiAf sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á bílum sínum þegar ekið er fram hjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Því miður hefur verið kvartað yfir því að undanförnu að misbrestur sé á því að ökumenn geri það. Um leið og öllum landsmönnum er óskað góðrar umferðarhelgar, skal minnt á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heilum vagni heim að aka.“
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar