Ferðast fram og til baka Marta María Friðriksdóttir skrifar 22. júlí 2011 06:00 Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Sætisfélaginn var nefnilega mjög búttuð bandarísk kona sem sat hálfpartinn ofan á mér. Það hefði verið í lagi nema hún var á iði alla leiðina. Ekki tók svo betra við þegar sætisfélagi hennar kom, því hún fékk allsvakalegan áhuga á honum og þau áttu góðar stundir meðan þau kynntust í fluginu. Sætisfélagarnir töluðu stanslaust alla leiðina þannig að lítið varð um svefn. Kaupmannahöfn tók hins vegar vel á móti mér. Á flugvellinum var auðvelt að finna neðanjarðarlest sem gekk beint inn í borgina. Ekki nóg með það, heldur var auðvelt að finna strætóstöð strætós sem tók mig á áfangastað. Strætóinn kom líka fljótt og biðin var innan við mínúta, ekki eins og hér heima þar sem biðtíminn er oftast ríflega fimmtán mínútur, því strætóinn er alltaf nýfarinn þegar farþeginn kemur á stoppistöðina. Reiðhjól voru auðfundin í þessari stórborg og auðvelt var að ferðast á milli staða á þeim, þar sem sérstakir hjólreiðastígar eru fyrir hendi. Kaupmannahafnarbúar og annað hjólreiðafólk þar í borg kann líka umferðarreglurnar, gefur stefnuljós og stoppar á rauðu ljósi. Það er helst þegar strætófarþegar hoppa af og á að þeir þurfa að passa sig á hjólreiðafólki, sem gleymir að út úr þessum löngu bílum komi fólk af og til. Göngutúrar voru líka vel til fundnir í höfuðborg Danmerkur. Þó var ekki nógu sniðugt að ræða um næsta mann því það var aldrei að vita nema hann sneri sér við og svaraði á íslensku eins og innfæddur. Íslendingar voru enda úti um allt, barþjónninn, maðurinn á næsta götuhorni og fjölskyldan í vatnsstrætónum. Flugferðin til Íslands var álíka skemmtileg og ferðin út. Ég mætti glaðbeitt út á flugvöll eftir ánægjulega neðanjarðarlestarferð. Ferðin byrjaði á því að önnur hafði verið tékkuð inn á mínu nafni og þegar í flugvélina kom settust drafandi og drukknar konur við hliðina á mér. Virtust viðkunnanlegar en héldu fyrir mér vöku með því að spreyja ilmvatni í tíma og ótíma og bera á sig lyktarmikil krem. Svefninn varð stuttur í það skiptið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Sætisfélaginn var nefnilega mjög búttuð bandarísk kona sem sat hálfpartinn ofan á mér. Það hefði verið í lagi nema hún var á iði alla leiðina. Ekki tók svo betra við þegar sætisfélagi hennar kom, því hún fékk allsvakalegan áhuga á honum og þau áttu góðar stundir meðan þau kynntust í fluginu. Sætisfélagarnir töluðu stanslaust alla leiðina þannig að lítið varð um svefn. Kaupmannahöfn tók hins vegar vel á móti mér. Á flugvellinum var auðvelt að finna neðanjarðarlest sem gekk beint inn í borgina. Ekki nóg með það, heldur var auðvelt að finna strætóstöð strætós sem tók mig á áfangastað. Strætóinn kom líka fljótt og biðin var innan við mínúta, ekki eins og hér heima þar sem biðtíminn er oftast ríflega fimmtán mínútur, því strætóinn er alltaf nýfarinn þegar farþeginn kemur á stoppistöðina. Reiðhjól voru auðfundin í þessari stórborg og auðvelt var að ferðast á milli staða á þeim, þar sem sérstakir hjólreiðastígar eru fyrir hendi. Kaupmannahafnarbúar og annað hjólreiðafólk þar í borg kann líka umferðarreglurnar, gefur stefnuljós og stoppar á rauðu ljósi. Það er helst þegar strætófarþegar hoppa af og á að þeir þurfa að passa sig á hjólreiðafólki, sem gleymir að út úr þessum löngu bílum komi fólk af og til. Göngutúrar voru líka vel til fundnir í höfuðborg Danmerkur. Þó var ekki nógu sniðugt að ræða um næsta mann því það var aldrei að vita nema hann sneri sér við og svaraði á íslensku eins og innfæddur. Íslendingar voru enda úti um allt, barþjónninn, maðurinn á næsta götuhorni og fjölskyldan í vatnsstrætónum. Flugferðin til Íslands var álíka skemmtileg og ferðin út. Ég mætti glaðbeitt út á flugvöll eftir ánægjulega neðanjarðarlestarferð. Ferðin byrjaði á því að önnur hafði verið tékkuð inn á mínu nafni og þegar í flugvélina kom settust drafandi og drukknar konur við hliðina á mér. Virtust viðkunnanlegar en héldu fyrir mér vöku með því að spreyja ilmvatni í tíma og ótíma og bera á sig lyktarmikil krem. Svefninn varð stuttur í það skiptið.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun