Upplausn í Ráðhúsi Reykjavíkur Kjartan Magnússon skrifar 21. júlí 2011 09:00 Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum. Við þessar aðstæður er það því mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að Reykjavíkurborg skuli enn ekki hafa skilað þriggja ára fjárhagsáætlun til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Slíkri áætlun bar borginni að skila til ráðuneytisins í febrúar sl. samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga. Ótækt er að slík vinnubrögð þekkist hjá langstærsta sveitarfélagi landsins. Fyrir utan þann álitshnekki, sem borgin verður fyrir, er hætta á að hún verði látin sæta viðurlögum vegna óhæfilegs dráttar. Aldrei áður hefur vinna við þriggja ára fjárhagsáætlun tafist svo að ekki hafi náðst að afgreiða hana fyrir sumarleyfi borgarstjórnar. Fyrirspurnum einstakra borgarfulltrúa og fjölmiðla um málið hefur verið svarað með óviðunandi hætti af hálfu oddvita meirihlutaflokkanna og töldu þeir enga þörf á að ljúka umræddri áætlanagerð fyrir sumarfrí þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um að henni hefði átt að vera lokið um miðjan febrúar. Verkstjórn meirihlutansÞriggja ára áætlun er með mikilvægustu stjórntækjum sveitarfélaga við fjármálastjórn. Með slíkri áætlun er mörkuð stefna í fjármálum til þriggja ára og er hún því mikilvægt vinnuplagg fyrir kjörna fulltrúa, embættismenn, fjölmiðla, almenning og aðra sem eru í fjárhagslegu sambandi við borgina. Afar mikilvægt er að slík áætlun liggi fyrir áður en vinna hefst við fjárhagsáætlun næsta árs. Yfirleitt hefst sú vinna á vormánuðum og er því ljóst að vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2012 er nú þegar komin í uppnám hjá Reykjavíkurborg. Þetta er því miður ekki eina dæmið um lélega verkstjórn í Ráðhúsinu um þessar mundir. Borgarbúar hafa þegar fengið að kynnast verkstjórn meirihlutans með upplausn í skóla- og frístundamálum, vandræðagangi í sorphirðu og aðgerðaleysi í umhirðu borgarlóða svo nokkur atriði séu nefnd. Þótt fjármál borgarinnar séu ekki jafn sýnileg og bein þjónusta við borgarbúa getur kæruleysi og sleifarlag í þeim efnum ekki síður haft alvarlegar afleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum. Við þessar aðstæður er það því mjög óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að Reykjavíkurborg skuli enn ekki hafa skilað þriggja ára fjárhagsáætlun til ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Slíkri áætlun bar borginni að skila til ráðuneytisins í febrúar sl. samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga. Ótækt er að slík vinnubrögð þekkist hjá langstærsta sveitarfélagi landsins. Fyrir utan þann álitshnekki, sem borgin verður fyrir, er hætta á að hún verði látin sæta viðurlögum vegna óhæfilegs dráttar. Aldrei áður hefur vinna við þriggja ára fjárhagsáætlun tafist svo að ekki hafi náðst að afgreiða hana fyrir sumarleyfi borgarstjórnar. Fyrirspurnum einstakra borgarfulltrúa og fjölmiðla um málið hefur verið svarað með óviðunandi hætti af hálfu oddvita meirihlutaflokkanna og töldu þeir enga þörf á að ljúka umræddri áætlanagerð fyrir sumarfrí þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um að henni hefði átt að vera lokið um miðjan febrúar. Verkstjórn meirihlutansÞriggja ára áætlun er með mikilvægustu stjórntækjum sveitarfélaga við fjármálastjórn. Með slíkri áætlun er mörkuð stefna í fjármálum til þriggja ára og er hún því mikilvægt vinnuplagg fyrir kjörna fulltrúa, embættismenn, fjölmiðla, almenning og aðra sem eru í fjárhagslegu sambandi við borgina. Afar mikilvægt er að slík áætlun liggi fyrir áður en vinna hefst við fjárhagsáætlun næsta árs. Yfirleitt hefst sú vinna á vormánuðum og er því ljóst að vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2012 er nú þegar komin í uppnám hjá Reykjavíkurborg. Þetta er því miður ekki eina dæmið um lélega verkstjórn í Ráðhúsinu um þessar mundir. Borgarbúar hafa þegar fengið að kynnast verkstjórn meirihlutans með upplausn í skóla- og frístundamálum, vandræðagangi í sorphirðu og aðgerðaleysi í umhirðu borgarlóða svo nokkur atriði séu nefnd. Þótt fjármál borgarinnar séu ekki jafn sýnileg og bein þjónusta við borgarbúa getur kæruleysi og sleifarlag í þeim efnum ekki síður haft alvarlegar afleiðingar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar