Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar enn

Mynd/AFP
Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka. Verðið fór í 1.600 dollara á únsuna í framvirkum viðskiptum í gærmorgun og hefur aldrei verið hærra.

Það eru skuldakreppan í Evrópu og deilur um skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum sem valda þessum hækkunum á gulli. Gull hefur löngum þótt örugg höfn fyrir fjárfesta þegar gefur á bátinn á fjármálamörkuðum heimsins. Búist er við því að verð á gulli haldi áfram að hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×