Innanlandsflugvöllur í Reykjavík Ögmundur Jónasson skrifar 13. júlí 2011 06:00 Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nokkrar umræður hafa spunnist í fjölmiðlum um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Tilefnið er að í burðarliðnum er samkomulag innanríkisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ráðist yrði í löngu tímabærar endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og starfsfólk innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli. Um þetta eru ríki og borg sammála. Komast þurfi út úr því öngstræti aðgerðarleysis sem þessi mál hafa verið í. Kyrrstaða ekki boðlegÁ þenslutímanum var hafist handa með metnaðarfull áform um hönnun og byggingu samgöngumiðstöðvar á norðausturhluta flugvallarsvæðisins. Forsvarsfólk Reykjavíkurborgar var hins vegar aldrei sátt við þessi áform og heyrðust þau sjónarmið að þar með yrði framtíð flugvallarins niðurnjörvuð um ókominn tíma. Á undanförnum árum hafa hvorki ríki né borg viljað hnika til í afstöðu til samgöngumiðstöðvarinnar og við það hefur setið. Á meðan hefur aðstaðan drabbast niður og er engan veginn sæmandi. Þau áform sem nú eru uppi byggjast á því að báðir aðilar taka tillit til sjónarmiða hins. Þannig segjast talsmenn borgarinnar enn stefna á flutning flugvallarins í framtíðinni en ég sem ráðherra samgöngumála hef marglýst því yfir að ég vilji hafa flugvöllinn þar sem hann nú er og að ég muni beita mér fyrir því að svo verði. Ríkið á flugvallarlandið að mestuEnda þótt Reykjavíkurborg hafi skipulagsvald innan borgarmarkanna verður ekki fram hjá því horft að landið undir flugvellinum er að mestu leyti í eign ríkisins. Allt eru þetta staðreyndir máls og þóttu fleirum en mér undarlegar yfirlýsingar Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, að hugmyndir um að flugvöllurinn yrði áfram í borginni væru byggðar á misskilningi. Svo er ekki. Um framtíðina í þessu efni er hins vegar ekki samkomulag. Þess vegna er niðurstaðan nú vonandi sú að reist verði ný flugstöð Skerjafjarðarmegin flugvallar sem yrði hönnuð með þeim hætti að hún gæti átt eftir að víkja. Þetta er leiðin út úr öngstræti kyrrstöðunnar. Þótt sjálfur hafi ég á sínum tíma verið hlynntur samgöngumiðstöð í norðausturgeira flugvallarins horfist ég í augu við þá staðreynd að fyrir henni er ekki vilji hjá borginni. Annað hefur breyst frá því þessi áform voru uppi: Peningaleysi. Það eitt að byggja flughlöð í norðausturgeira flugvallar myndi samkvæmt áætlunum kosta tæpan milljarð. Flughlöð er hins vegar fyrir hendi vestan megin á vellinum að mestu leyti og sparar það stórfé að nýta það. Jafnvægi í flutningumFram kemur í Fréttablaðinu 8. júlí að Páli Hjaltasyni þykir ágæt hugmynd að flytja flugvöllinn til Keflavíkur eða með öðrum orðum leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ekki þætti mér ótrúlegt að einmitt þetta gerðist ef vellinum yrði lokað í Reykjavík. Þætti mér það afleitt. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að dreifa flutningum um landið betur en nú er gert á milli sjávar, lofts og láðs. Til að þetta takist þarf að koma á strandflutningum og efla flugsamgöngur. Annar veruleiki í dag en í gærStaðsetning Reykjavíkurflugvallar er umdeild og ekki síður í mínum flokki. Oddvitar VG í borgarstjórn hafa teflt fram umhverfisrökum fyrir flutningi flugvallarins og nefndu á sínum tíma Hólmsheiði sem valkost til að skoða sem raunhæft flugvallarsvæði. Önnur rök hafa verið sett fram sem snúa að skipulagi og vexti borgarinnar. Þarna hafa staðið framarlega samtökin Betri byggð og einnig stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Allt eru þetta virðingarverð viðhorf. Öðru máli gegnir um þrýsting ágengra fjárfesta sem var mjög áberandi á þenslutímanum, en þeir vildu ólmir komast í þetta verðmæta svæði og fara þar líkt að og þeir gerðu af miklum ákafa en lítilli fyrirhyggju annars staðar þar sem mannlausar blokkir segja nú allt sem segja þarf. Annað er að hugmyndir um flutning flugvallar sem þóttu raunhæfar þegar fjárráðin voru rýmri eru nánast galnar í dag. Hvað með lýðræðið?En hvað með lýðræðið? Flugvallarmálið fór vissulega í almenna atkvæðagreiðslu. Þar fékkst niðurstaða þótt þátttaka væri mjög dræm. Ég er hins vegar sammála þeim sem halda því fram að þetta mál komi landsmönnum öllum við, ekki Reykvíkingum einum og eigi þess vegna að bera það upp við þjóðina alla. Afstaðan í flugvallarmálinu gengur þvert á alla flokka. Það höfum við rækilega verið minnt á í viðbrögðum við þessari umræðu nú síðustu daga.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun