Sjá ýmsar vísbendingar um aðra bólu í tæknigeiranum 7. júlí 2011 05:15 Þótt efnahagslífið í Bandaríkjunum sé ekki eins og best verður á kosið ríkir bjartsýni hjá netfyrirtækjum. Mynd/AFP Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. Óhófleg bjartsýni um vaxtarmöguleika internetfyrirtækja og breyttar forsendur í viðskiptum á 21. öldinni, hafði þrýst virði netfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist. En í mörgum tilvikum voru fyrirtæki metin á hundruð milljóna Bandaríkjadala þrátt fyrir nær ekkert tekjustreymi og í besta falli hugmynd sem hafði ekki sannað gildi sitt. Í áratug síðan hefur netbólunni verið stillt upp sem kennslubókardæmi um það hvernig hlutabréfamarkaðurinn getur villst af leið. Það kann því að koma mörgum á óvart að undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi sérfræðinga lýst því yfir að ný netbóla sé að blása út. The Economist fjallaði fyrir stuttu um málið og sagði kveikjuna að þessum áhyggjum vera skyndilega endurvakningu markaðarins fyrir hlutafjárútboð internetfyrirtækja en hann hefur því sem næst legið niðri í áratug. Nýlegt hlutafjárútboð viðskiptatengslasíðunnar LinkedIn, sem tvöfaldaðist í verði á fyrsta degi viðskipta, og skráning fjölda kínverskra og rússneskra netfyrirtækja á markað í Bandaríkjunum hefur vakið upp minnningar um ofurbjartsýnina sem ríkti í kringum netfyrirtæki í lok tíunda áratugarins. Þetta er þó bara byrjunin, segja menn, bólan fer virkilega að blása út þegar Facebook fer á markað, sem talið er að gerist á næsta ári. Því verður í það minnsta ekki haldið fram að markaðurinn sé svartsýnn á vaxtarmöguleika „heitustu" netfyrirtækjanna. Hópkaupasíðan Groupon hefur tilkynnt um hlutafjárútboð og er búist við því að hlutir í henni seljist á 15 milljarða dala, eða jafngildi 1.727 milljarða íslenskra króna. Þá er Facebook metið á 70 milljarða dala og Twitter, sem enn hefur ekki skilað hagnaði, á 10 milljarða dala. Fyrir þeim sem telja nýja bólu orðna til eru þetta upphæðir sem einfaldlega geta ekki staðist. Efasemdamenn segja að þótt örfá netfyrirtæki hafi kannski innistæðu fyrir slíku verðmati þá virðist fjárfestar nú telja að allar nýjar vefsíður muni slá í gegn. Í Kísildal eru þó fæstir sammála þessu mati. Þar er bent á að enn hafi fá stór netfyrirtæki farið í hlutafjárútboð auk þess sem engar vísbendingar séu til staðar um að fjárfestar séu að missa sig, en til að mynda er NASDAQ-hlutabréfavísitalan enn langt undir því sem var þegar hún stóð hæst í mars árið 2000. Þá hefur fjöldi nettengdra vaxið gríðarlega undanfarin tíu ár auk þess sem háhraðanettengingar hafa víða tekið við af þeim hægari sem eykur möguleika netfyrirtækja. Hvort um bólu sé að ræða eða einfaldlega eðlilega þróun í sívaxandi geira skal ósagt látið. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig næstu hlutafjárútboð netfyrirtækja ganga. Sé bóla að blása út eru án efa til staðar fjárfestingartækifæri til skemmri tíma í umtöluðustu netfyrirtækjunum þótt hættan á því að brenna inni sé vitaskuld alltaf til staðar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Þegar netbólan svokallaða sprakk árið 2000 hrundi hlutabréfaverð þúsunda nýsköpunar- og tæknifyrirtækja um allan heim eins og um spilaborg hefði verið að ræða. Óhófleg bjartsýni um vaxtarmöguleika internetfyrirtækja og breyttar forsendur í viðskiptum á 21. öldinni, hafði þrýst virði netfyrirtækja langt upp fyrir það sem eðlilegt gat talist. En í mörgum tilvikum voru fyrirtæki metin á hundruð milljóna Bandaríkjadala þrátt fyrir nær ekkert tekjustreymi og í besta falli hugmynd sem hafði ekki sannað gildi sitt. Í áratug síðan hefur netbólunni verið stillt upp sem kennslubókardæmi um það hvernig hlutabréfamarkaðurinn getur villst af leið. Það kann því að koma mörgum á óvart að undanfarna mánuði hefur nokkur fjöldi sérfræðinga lýst því yfir að ný netbóla sé að blása út. The Economist fjallaði fyrir stuttu um málið og sagði kveikjuna að þessum áhyggjum vera skyndilega endurvakningu markaðarins fyrir hlutafjárútboð internetfyrirtækja en hann hefur því sem næst legið niðri í áratug. Nýlegt hlutafjárútboð viðskiptatengslasíðunnar LinkedIn, sem tvöfaldaðist í verði á fyrsta degi viðskipta, og skráning fjölda kínverskra og rússneskra netfyrirtækja á markað í Bandaríkjunum hefur vakið upp minnningar um ofurbjartsýnina sem ríkti í kringum netfyrirtæki í lok tíunda áratugarins. Þetta er þó bara byrjunin, segja menn, bólan fer virkilega að blása út þegar Facebook fer á markað, sem talið er að gerist á næsta ári. Því verður í það minnsta ekki haldið fram að markaðurinn sé svartsýnn á vaxtarmöguleika „heitustu" netfyrirtækjanna. Hópkaupasíðan Groupon hefur tilkynnt um hlutafjárútboð og er búist við því að hlutir í henni seljist á 15 milljarða dala, eða jafngildi 1.727 milljarða íslenskra króna. Þá er Facebook metið á 70 milljarða dala og Twitter, sem enn hefur ekki skilað hagnaði, á 10 milljarða dala. Fyrir þeim sem telja nýja bólu orðna til eru þetta upphæðir sem einfaldlega geta ekki staðist. Efasemdamenn segja að þótt örfá netfyrirtæki hafi kannski innistæðu fyrir slíku verðmati þá virðist fjárfestar nú telja að allar nýjar vefsíður muni slá í gegn. Í Kísildal eru þó fæstir sammála þessu mati. Þar er bent á að enn hafi fá stór netfyrirtæki farið í hlutafjárútboð auk þess sem engar vísbendingar séu til staðar um að fjárfestar séu að missa sig, en til að mynda er NASDAQ-hlutabréfavísitalan enn langt undir því sem var þegar hún stóð hæst í mars árið 2000. Þá hefur fjöldi nettengdra vaxið gríðarlega undanfarin tíu ár auk þess sem háhraðanettengingar hafa víða tekið við af þeim hægari sem eykur möguleika netfyrirtækja. Hvort um bólu sé að ræða eða einfaldlega eðlilega þróun í sívaxandi geira skal ósagt látið. Það verður hins vegar spennandi að sjá hvernig næstu hlutafjárútboð netfyrirtækja ganga. Sé bóla að blása út eru án efa til staðar fjárfestingartækifæri til skemmri tíma í umtöluðustu netfyrirtækjunum þótt hættan á því að brenna inni sé vitaskuld alltaf til staðar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira