Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Hlynur Bæringsson skrifar 2. júlí 2011 10:30 Liðsfélagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl.
Pistillinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira