Verðið þykir í hærri kantinum 30. júní 2011 14:00 Stjórnendur netfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið verið áhugasamir um skráningu á hlutabréfamarkað. Mynd/AP Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira