Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2011 07:30 Tryggvi Guðmundsson verður að öllum líkindum grímulaus í kvöld Fréttablaðið/HAG „Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyjamönnum hefur engu að síður gengið vel á Vodafone-vellinum, þannig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrettán leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarpinu í gamla daga," sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæðinginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leikmennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntanlega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn," sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltanum á jörðinni og vera mjög klókir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk," sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira