Allt annað mál Pawel Bartoszek skrifar 24. júní 2011 09:00 Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða. Einn slíkra þátta, Dóra landkönnuður, er gæðaefni og fjallar um Dóru sem ásamt óeðlilega glaðbeittum apa ferðast um heiminn og hittir ýmsa kvisti. Margir þeirra tala ensku. Þetta eru allt saman fullkomlega rökrétt og góð skilaboð: Í útlöndum eru útlendingar sem margir tala útlensku. Maður þarf stundum að læra útlensku til að tala við þá. Þrátt fyrir það sem stundum var haldið fram voru þættirnir ekki skrifaðir til að kenna spænskumælandi börnum ensku, heldur öfugt, því í upprunalegu þáttunum er útlenskan spænska. Það eru sterk skilaboð, tungumál skiptast ekki í betri og verri. Við getum ekki gert kröfu um að aðrir læri ensku, eða annað tungumál sem okkur er tamt að tala, sérstaklega þegar við erum á ferðalagi. Sömu kröfu má alveg eins gera til okkar. Tákn um gæðiÞað var tilfinningarík stund á þingpöllum þegar Alþingi samþykkti að viðurkenna táknmál sem opinbert tungumál á Íslandi. Ég get mér þess til að tárin hafi ekki verið vegna einhverra tækniatriða eða væntinga um útgjöld. Slík lagasetning er ekki síður viðurkenning sem veitir tungumálinu ákveðinn sess. Það er líklega ágætt, þótt ekki sé nema til þess að slá á fjölda ranghugmynda um táknmál, til dæmis að ekki sé um að ræða sjálfstætt tungumál heldur aðra framsetningu á íslensku, eða að táknmál sé eins alls staðar í heiminum, sem er ekki tilfellið. "Skoladu a ter klofid”Notkun tungumáls er pólitískt mál. Það er ekki þannig að frönskumælandi Kanadabúar kynnu ekki að haga sér nálægt stöðvunarskyldum ef þar stæði STOP en ekki ARRÊT eða villtust ef götunöfn væru á ensku einungis. Notkun tungumáls kemur upp um þá stöðu sem tungumálið hefur. Sem Íslendingur sem skilur pólsku þá kemst ég ekki hjá því að upplifa stöðu pólskunnar í opinberu rými. Hún gefur oft fyndna mynd af ímynd minnar gömlu þjóðar. Dæmigerð pólsk áletrun í Reykjavík er „ekki taka vorur inna Bad," „haegt ad kojpa sígaredur her", „tjopnaður kaerður til Lögreglu". Uppáhaldið mitt er ljóðrænt skilti raftækjabúðar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem segir einfaldlega „BAKPOKAR NEI!" Frekar augljós skilaboð, einungis á pólsku, en ekki öðrum tungumálum. Meðan ég man, af hverju notar enginn bakpoka hér á landi? Aðskotahlutur eða minnihluti?Sænskumælandi Finnar eru um 6% íbúa Finnlands. Þeir gefa út eigin blöð, reka leikhús, grunn-, framhalds- og háskóla. Sænska er eitt af tveimur opinberu tungumálum Finnlands. Til samanburðar þá eru pólskumælandi íbúar Íslands um 3%. Þetta gerir pólska minnihlutann á Íslandi með stærri Pólverjaþyrpingum heims. Að sjálfsögðu miðað við höfðatöluna góðu. Kröfur þess efnis að fjölga opinberum stofnanatungumálum á Íslandi eru sennilega varla tímabærar, né endilega mjög skynsamlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Enda þurfa sum tungumál á Íslandi frekar á einhvers konar hugarfarsviðurkenningu að halda, heldur en einhverri formlegri lagalegri viðurkenningu. Með hugarfarsviðurkenningu á ég við að fólk venjist því að fullt af fólki hér er full alvara með að tala önnur tungumál en íslensku sín á milli. Að sama skapi er það orðin raunin að fullt af Íslendingum hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, og hefur ekki í hyggju að breyta því, óháð því hvort það læri íslensku vel eða ekki. Enda skipta menn ekki um móðurmál frekar en menn skipta um móður. Í þeirri viðleitni til að standa vörð um eigin menningu megum við ekki festast í því að sjá ógn í hverjum hól. Í þeim fjölda íbúa af erlendum uppruna sem búa hérlendis og kunna önnur mál en íslensku felast mun fleiri tækifæri en hættur fyrir íslenskt samfélag. Af því fólki og tungum þess stafar okkur engin ógn. Ekki frekar en okkur stafar sérstök ógn af einhverjum íkorna með mexíkanahatt úr talsettum bandarískum sjónsvarpsþætti sem segir örfá orð á ensku, með furðulega íslenskum hreim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða. Einn slíkra þátta, Dóra landkönnuður, er gæðaefni og fjallar um Dóru sem ásamt óeðlilega glaðbeittum apa ferðast um heiminn og hittir ýmsa kvisti. Margir þeirra tala ensku. Þetta eru allt saman fullkomlega rökrétt og góð skilaboð: Í útlöndum eru útlendingar sem margir tala útlensku. Maður þarf stundum að læra útlensku til að tala við þá. Þrátt fyrir það sem stundum var haldið fram voru þættirnir ekki skrifaðir til að kenna spænskumælandi börnum ensku, heldur öfugt, því í upprunalegu þáttunum er útlenskan spænska. Það eru sterk skilaboð, tungumál skiptast ekki í betri og verri. Við getum ekki gert kröfu um að aðrir læri ensku, eða annað tungumál sem okkur er tamt að tala, sérstaklega þegar við erum á ferðalagi. Sömu kröfu má alveg eins gera til okkar. Tákn um gæðiÞað var tilfinningarík stund á þingpöllum þegar Alþingi samþykkti að viðurkenna táknmál sem opinbert tungumál á Íslandi. Ég get mér þess til að tárin hafi ekki verið vegna einhverra tækniatriða eða væntinga um útgjöld. Slík lagasetning er ekki síður viðurkenning sem veitir tungumálinu ákveðinn sess. Það er líklega ágætt, þótt ekki sé nema til þess að slá á fjölda ranghugmynda um táknmál, til dæmis að ekki sé um að ræða sjálfstætt tungumál heldur aðra framsetningu á íslensku, eða að táknmál sé eins alls staðar í heiminum, sem er ekki tilfellið. "Skoladu a ter klofid”Notkun tungumáls er pólitískt mál. Það er ekki þannig að frönskumælandi Kanadabúar kynnu ekki að haga sér nálægt stöðvunarskyldum ef þar stæði STOP en ekki ARRÊT eða villtust ef götunöfn væru á ensku einungis. Notkun tungumáls kemur upp um þá stöðu sem tungumálið hefur. Sem Íslendingur sem skilur pólsku þá kemst ég ekki hjá því að upplifa stöðu pólskunnar í opinberu rými. Hún gefur oft fyndna mynd af ímynd minnar gömlu þjóðar. Dæmigerð pólsk áletrun í Reykjavík er „ekki taka vorur inna Bad," „haegt ad kojpa sígaredur her", „tjopnaður kaerður til Lögreglu". Uppáhaldið mitt er ljóðrænt skilti raftækjabúðar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem segir einfaldlega „BAKPOKAR NEI!" Frekar augljós skilaboð, einungis á pólsku, en ekki öðrum tungumálum. Meðan ég man, af hverju notar enginn bakpoka hér á landi? Aðskotahlutur eða minnihluti?Sænskumælandi Finnar eru um 6% íbúa Finnlands. Þeir gefa út eigin blöð, reka leikhús, grunn-, framhalds- og háskóla. Sænska er eitt af tveimur opinberu tungumálum Finnlands. Til samanburðar þá eru pólskumælandi íbúar Íslands um 3%. Þetta gerir pólska minnihlutann á Íslandi með stærri Pólverjaþyrpingum heims. Að sjálfsögðu miðað við höfðatöluna góðu. Kröfur þess efnis að fjölga opinberum stofnanatungumálum á Íslandi eru sennilega varla tímabærar, né endilega mjög skynsamlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Enda þurfa sum tungumál á Íslandi frekar á einhvers konar hugarfarsviðurkenningu að halda, heldur en einhverri formlegri lagalegri viðurkenningu. Með hugarfarsviðurkenningu á ég við að fólk venjist því að fullt af fólki hér er full alvara með að tala önnur tungumál en íslensku sín á milli. Að sama skapi er það orðin raunin að fullt af Íslendingum hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, og hefur ekki í hyggju að breyta því, óháð því hvort það læri íslensku vel eða ekki. Enda skipta menn ekki um móðurmál frekar en menn skipta um móður. Í þeirri viðleitni til að standa vörð um eigin menningu megum við ekki festast í því að sjá ógn í hverjum hól. Í þeim fjölda íbúa af erlendum uppruna sem búa hérlendis og kunna önnur mál en íslensku felast mun fleiri tækifæri en hættur fyrir íslenskt samfélag. Af því fólki og tungum þess stafar okkur engin ógn. Ekki frekar en okkur stafar sérstök ógn af einhverjum íkorna með mexíkanahatt úr talsettum bandarískum sjónsvarpsþætti sem segir örfá orð á ensku, með furðulega íslenskum hreim.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun