Banvænt daður Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2011 06:00 Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? Hópur hagfræðinga felldi áfellisdóm yfir frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Stjórnarflokkarnir, einkum þingmenn Vinstri grænna, virðast ætla að afskrifa gagnrýnina á þeim forsendum að málið snúist ekki aðeins um „hagfræði" heldur einnig „byggðasjónarmið". Það hriktir í stoðum heimsmyndar okkar einfeldninganna sem héldum að verið væri að endurskoða lögin um þessa helstu náttúruauðlind okkar Íslendinga til að hámarka tekjur ríkisins af fiskinum og þar með tryggja að almenningur allur nyti góðs af honum en ekki aðeins fáir útvaldir. Þessi ósiður Alþingis að nota óskylda málaflokka í einhvers konar byggðastefnulegum tilgangi keyrir fram úr öllu hófi. Alþingi samþykkti á dögunum að stofna nýja prófessorstöðu við fjársveltan Háskóla Íslands kennda við Jón Sigurðsson. En í stað þess að láta Háskólanum eftir að ákvarða hvar starfskrafturinn yrði best nýttur ákvað Alþingi einhliða að starfsskyldur hans skyldu vera við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Að troða byggðastefnu inn í alla skapaða hluti og reyna þar með að slá tvær flugur í einu höggi grefur undan upphaflega ætlunarverkinu; að nýta fiskinn í sjónum sem best; að efla menntakerfið. Meira að segja nýsköpunin sem fjálglega er talað um á tyllidögum að eigi að vera bjargvættur knésettrar þjóðar í kjölfar kreppu er ekki undanskilin banvænu daðri við landsbyggðina. Flestir sem komið hafa nálægt sprotageiranum hér á landi hafa fengið eftirfarandi ráð: „Flyttu höfuðstöðvar fyrirtækis þíns út á land". Hvers vegna? Jú, þar er miklu auðveldara að fá nýsköpunarstyrki. Sjö af níu styrkjum Impru á Nýsköpunarmiðstöð eru fráteknir fyrir landsbyggðina. Þegar kemur að styrk til atvinnumála kvenna sem auka á hlut kvenfólks í viðskiptum hafa konur utan af landi forgang fram yfir konur af höfuðborgarsvæðinu. Að dæma starfsemi út frá staðsetningu fremur en verðleikum getur ekki talist árangursrík leið til að efla nýsköpun. Það má vel reyna að halda hverju einasta krummaskuði með íbúafjölda teljandi á fingrum annarrar handar í byggð. Það þarf hins vegar að gera með hagnaðinum sem hlýst af fiskveiði, menntun og nýsköpun en ekki á kostnað hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? Hópur hagfræðinga felldi áfellisdóm yfir frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Stjórnarflokkarnir, einkum þingmenn Vinstri grænna, virðast ætla að afskrifa gagnrýnina á þeim forsendum að málið snúist ekki aðeins um „hagfræði" heldur einnig „byggðasjónarmið". Það hriktir í stoðum heimsmyndar okkar einfeldninganna sem héldum að verið væri að endurskoða lögin um þessa helstu náttúruauðlind okkar Íslendinga til að hámarka tekjur ríkisins af fiskinum og þar með tryggja að almenningur allur nyti góðs af honum en ekki aðeins fáir útvaldir. Þessi ósiður Alþingis að nota óskylda málaflokka í einhvers konar byggðastefnulegum tilgangi keyrir fram úr öllu hófi. Alþingi samþykkti á dögunum að stofna nýja prófessorstöðu við fjársveltan Háskóla Íslands kennda við Jón Sigurðsson. En í stað þess að láta Háskólanum eftir að ákvarða hvar starfskrafturinn yrði best nýttur ákvað Alþingi einhliða að starfsskyldur hans skyldu vera við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Að troða byggðastefnu inn í alla skapaða hluti og reyna þar með að slá tvær flugur í einu höggi grefur undan upphaflega ætlunarverkinu; að nýta fiskinn í sjónum sem best; að efla menntakerfið. Meira að segja nýsköpunin sem fjálglega er talað um á tyllidögum að eigi að vera bjargvættur knésettrar þjóðar í kjölfar kreppu er ekki undanskilin banvænu daðri við landsbyggðina. Flestir sem komið hafa nálægt sprotageiranum hér á landi hafa fengið eftirfarandi ráð: „Flyttu höfuðstöðvar fyrirtækis þíns út á land". Hvers vegna? Jú, þar er miklu auðveldara að fá nýsköpunarstyrki. Sjö af níu styrkjum Impru á Nýsköpunarmiðstöð eru fráteknir fyrir landsbyggðina. Þegar kemur að styrk til atvinnumála kvenna sem auka á hlut kvenfólks í viðskiptum hafa konur utan af landi forgang fram yfir konur af höfuðborgarsvæðinu. Að dæma starfsemi út frá staðsetningu fremur en verðleikum getur ekki talist árangursrík leið til að efla nýsköpun. Það má vel reyna að halda hverju einasta krummaskuði með íbúafjölda teljandi á fingrum annarrar handar í byggð. Það þarf hins vegar að gera með hagnaðinum sem hlýst af fiskveiði, menntun og nýsköpun en ekki á kostnað hans.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun